Leitarhundar
Hafðu samband

Um Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Leitarhundar SL er samstarfs- og fagvettvangur fyrir björgunarsveitarmenn sem sérhæfa sig á sviði þjálfunar hunda til leitar- og björgunarstarfa.

Að Leitarhundum standa björgunarsveitamenn sem hafa áhuga á þjálfun hunda til leitar. Hundar eru öflug og góð leitartæki sem skila fljótum og góðum árangri. Leitarhundar eru notaðir til að leita að týndu fólki hvar sem er á landinu og starfa félagar leitarhunda í umboði sinnar björgunarsveitar í útköllum.

Helsta áhersla hjá Leitarhundum er á þjálfun víðavangsleitarhunda, snjóflóðaleitarhunda og sporhunda. Því tengt er hundar þjálfaðir einnig til að leita í rústum bygginga en einnig er æfð leit að fólki í vatni og/eða í sjó og leit að látnu fólki.

Leitarhundar starfa á landsvísu og skiptast landshlutarnir í samstarfshópa sem standa að sameiginlegum æfingum. Æfingum er stýrt af leiðbeinendum sem hafa menntun í þjálfun leitar- og björgunarhunda. Hver landshluti kýs sinn hópstjóra sem ásamt formanni skipa síðan stjórn Leitarhunda.

Vinsamlega lesið ykkur til um æfingafyrirkomulag undir liðnum æfingar.

streamextreme.cc