Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 6. apríl 2005

Útkall barst um kl 16:00, leitað var að konu sem saknað var frá Hafnarfirði síðan á laugardag. 3 hundar mættu, Kristín, Helgi og Haukur ásamt aðstoðarmönnum frá Kyndli. Leitað var fram undir myrkur. Þegar komið var úr leit úr seinna svæðinu barst tilkynning um að konan væri fundin. Lesa meira

Útkall svæði 1 20.01 2005

Útkall barst í gærkvöldi til allra sveita á höfuðborgarsvæðinu auk hundasveitanna og sporhundsins. Leit að manni í byggð. Frá Leitarhundum fóru þrír hundar úr björgunarsveitinni Kyndli, Kristín, Helgi og Ívar ásamt Garðari bílstjóra og Gísla Pál. Mæting var við Kópavogsskóla á Digranesvegi og vorum við ný komin þangað þegar leit var afturkölluð, maðurinn hafði... Lesa meira

Útkall á aðfangadagskvöld

Útkall barst til sveita á höfuðborgarsvæðinu um átta leytið á aðfangadagskvöld. Haukur og Helgi fóru með sinni sveit Kyndli í Mosfellsbæ til leitar að manni sem farið hafði ölvaður og illa klæddur út í nístingskuldann. Þeir fengu úthlutað leitarsvæði niðri við Sundahöfn og örfáum mínútum eftir að Haukur sleppti Rökkvu til leitar fann hún manninn liggjandi fyrir... Lesa meira

Útkall 27. júní 2004

Þann 27.06 2004 um kl:18:00. Vorum við kallaðir út í leit að manni frá Ísrael. Hann lagði af stað Laugaveginn frá Landmannalugum á hádegi en um kl 16:00 hringir hann í lögregluna í gegnum 112 og biður um aðstoð: hann viti ekki hvar hann er, mikil þoka sé og að það sé kalt. Lesa meira

Útkall 22. júní 2004

5 hundar fóru frá Leitarhundum S.L. í útkall kl. 23 þann 22. júní síðast liðinn. Leitað var að stúlku sem hafði orðið viðskila við ferðafélaga sinn á Heklu. Leitin gekk vel en rétt eftir klukkan 6 að morgni 23. júní barst tilkynning í talstöðina um að hún hefði komist sjálf að bílum björgunarsveitamanna. Lesa meira

1 2 3 4 5 6 7
streamextreme.cc