Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 13. feb 2009

Beðið var um snjóflóðarleitarhunda vegna snjóflóðs í Húsavíkurfjalli 13. febrúar. Hundarnir voru beðnir um að vera til taks ef talið væri að fólk hefði farið í flóðið. Hundar á norðurlandi voru settir í viðbragðsstöðu. Fljótlega varð ljóst að allir hefðu komist heilir á húfi ú flóðinu. Lesa meira

Útkall 22.jan 2009

Leit var komin af stað á Fellströnd í kvöld, 22. janúar 2009. Útkall barst til bakvaktar Leitarhunda kl. 23:11. 4 teymi voru búin að tilkynna þátttöku sína til bakvaktar og komnir af stað þegar leit var afturkölluð. Maðurinn fannst heill á húfi. Lesa meira

Útkall 5. des – leit haldið áfram

Leit var haldið áfram á svæði 3 föstudaginn 5. desember að rjúpnaskyttu er týndist við veiðar helgina á undan.  Kristín fór með Kút ásamt bílstjóra (Valla) og aðstoðarmanni (Andra ferðamanni ) frá björgunarsveit Hafnarfjarðar og Hákon og Djákni komu frá Súlum á Akureyri ásamt aðstoðarmanni (Þórhalli) og gönguhópum. Bæði teymin fóru í að leita svæði sem þótti... Lesa meira

Útkall 29. nóvember

Laugardaginn 29. nóvember kl. 15:36 barst formanni beiðni um víðavangsleitarhunda á svæði 3. Leit væri að hefjast að rjúpnaskyttu sem hefði ekki skilað sér á réttum tíma í bíl samferðamanna. Frá Leitarhundum fóru Kristín með Kút, Valli sem bílstjóri fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Teddi sem aðstoðarmaður Kristínar. Leit hófst milli kl. 18-19 í miklu roki og... Lesa meira

Útkall 19. ágúst 2008

Kallað var til leitar í Esjunni í gærkvöldi. Útkall barst rétt fyrir kl. 20. Leitað var að manni sem villst hafði uppi á Esjunni í þoku. 3 hundateymi frá Leitarhundum, Kristín, Áslaug og Sara, fóru til leitar ásamt bílstjóranum Valla og aðstoðarmanninum Tedda. Hundarnir voru ýmist ferjaðir með jeppum eða fjórhjólum áleiðis upp Esjuna. Teymin gengu síðan upp Gunnlaugsskarð.... Lesa meira

Útkall 19. ágúst 2008

Kallað var til leitar í Esjunni í gærkvöldi. Útkall barst rétt fyrir kl. 20. Leitað var að manni sem villst hafði uppi á Esjunni í þoku. 3 hundateymi frá Leitarhundum, Kristín, Áslaug og Sara, fóru til leitar ásamt bílstjóranum Valla og aðstoðarmanninum Tedda. Hundarnir voru ýmist ferjaðir með jeppum eða fjórhjólum áleiðis upp Esjuna. Teymin gengu síðan upp Gunnlaugsskarð.... Lesa meira

Útkall 11. ágúst 2008

Útkall barst undir hádegi í gær, 11. ágúst, leitað var að týndum einstakling við Glerá á Akureyri. Björgunarsveitin Súlur fór á vettvang með björgunarmenn og 2 leitarhunda, Zero og Djákna. Er leitarteymi voru að leggja af stað niður gilið fann lögregla viðkomandi látinn. Lesa meira

Útkall 11. ágúst 2008

Útkall barst undir hádegi í gær, 11. ágúst, leitað var að týndum einstakling við Glerá á Akureyri. Björgunarsveitin Súlur fór á vettvang með björgunarmenn og 2 leitarhunda, Zero og Djákna. Er leitarteymi voru að leggja af stað niður gilið fann lögregla viðkomandi látinn. Lesa meira

Útkall 24.-25. júlí 2008

Leit að manni í Esjunni. Tvö teymi fóru til leitar. Maðurinn fannst látinn. Lesa meira

1 2 3 4 5 6 7
streamextreme.cc