Leitarhundar
Hafðu samband

Þjálfun leitarhunds

Helsta áhersla hjá Leitarhundum er á þjálfun víðavangsleitarhunda, snjóflóðaleitarhunda og sporhunda því markmiðið er að vera með velþjálfað og fljótvirkt leitartæki til að finna týnt fólk og vonandi bjarga mannslífum. Hundar eru einnig þjálfaðir til að leita í rústum bygginga, æfð er leit að fólki í vatni og/eða í sjó og leit að látnu fólki og er það val hvers björgunarmanns hvaða flokka hann velur að þjálfa sinn hund í.

Til þess að verða leitarhundur þarf hundurinn þinn að uppfylla þessar forkröfur:

  • Vera af vinnuhundakyni eða blandaður af slíku kyni
  • Vera orkumikill og svoltíitið ofvirkur
  • Vera heilbrigður og í góðu líkamlegu formi
  • Vera áhugasamur um leik og að leysa verkefni með þér
  • Kunna að sækja og skila – er kostur, ekki skilyrði
  • Því fyrr sem þjálfun hefst því betra

Til að halda við því góða leitartæki sem hundurinn er þurfum við að æfa mjög reglulega. Æfing vikulega er lágmark í upphafi þjálfunar, oftar er betra. Við mælum með að æfingar fram undir leiðsögn leiðbeinenda meðan fyrstu skrefin eru stigin.

Það tekur 2-3 ár ef allt gengur vel að koma upp fullgildum leitarhundi. Prófin eru 3 sem þarf að standast, ár þarf að líða milli prófa:

  • C = grunnþjálfun er lokið, leitarþjálfun má hefjast
  • B = leitarþjálfun er lokið, útkallsþjálfun má hefjast
  • A = útkallsþjálfun
  • Eftir það þarf að mæta annað hvert ár í A-endurmat

Vegna þess hve langan tíma tekur að þjálfa hundinn upp í A gráðu skilar það bestum árangri að koma með unga hunda til þjálfunar. Það skiptir því miklu að byrja sem fyrst, vera virkur og taka þátt í starfi björgunarsveitar.

Hver hundur er einstakur og þó þjálfunin sé byggð upp eftir ákveðnu þjálfunarkerfi starfar hvert teymi með einstaklingsmiðað æfingaplan. Vinsamlega leitið alltaf ráðlegginga varðandi þjálfun hjá leiðbeinendum.

Til nánari upplýsinga mælum við með að þú skoðir einnig liðinn æfingar hér á vefsíðunni.

streamextreme.cc