Leitarhundar
Hafðu samband

Aukaæfing 1. maí í Borgarfirði

Aukaæfing verður haldin á fimmtudaginn, 1. maí í Borgarfirði. Við Geldingadragann milli Svínadals og Skorradals. Strax eftir að komið er úr Hvalfirði yfir Ferstikluháls og yfir í Svínadal, liggur vegurinn upp að Geldingadraga sem liggur yfir í Skorradal. Áður en lagt er á dragann er á hægri hönd tún með mikilli skógrækt, þar verður æfingin. Æft verður frá kl. 11 til... Continue reading

Æfing – aukaæfing

Æfing fellur niður í kvöld í Reykjavík. Aukaæfing verður haldin á fimmtudaginn, 1. maí í Borgarfirði. Líklega við Dragann milli Svínadals og Skorradals. Æft verður frá kl. 11-16. Allir velkomnir. Nánar á morgun. KS Continue reading

Síðasta snjóflóðaæfingin á norðurlandi

Norðurlandshópur bauð til æfingahelgar s.l. helgi. Valli og Gústi flugu norður og sáu um leiðbeinslu. Tómas Ólafsfirðingur stóð sig með stakri prýði við undirbúning að venju. Þökkum við enn og aftur fyrir góðar móttökur á Ólafsfirði.   Continue reading

Víðavangsæfing í höfuðborg

Tekin var í kvöld víðavangsæfing í Heiðmörk. Mætt var kl. 19 við Vífilstaðaspítala. Æfingin stóð til kl. 22. Æfingin gekk í alla staði vel þó enginn vindur væri á svæðinu. Mættir voru til að leiðbeina Valli, Gústi og Kristín. Mættir voru til að æfa hundana sína : Egill með Birtu, Nanna og Daði með Batman, Rósa með Kátu, Elías með Ljúf og Loppu, Finnbogi með... Continue reading

Æfing á austurlandi n.k. helgi

N.k. helgi verður æfing á austurlandi, líklegast er að tekin verði síðasta snjóflóðaæfingin (að beiðni Steina og Canis). Frétta er að vænta frá æfingastjóranum fröken Toffý innan skamms. Skv. nýjustu fréttum að austan er nóg af snjó í fjöllunum. Continue reading

Varðandi sporanámskeið

Sendur hefur verið tölvupóstur á félagsmenn með upplýsingum um sporanámskeiðið. Ef einhverjir hafa ekki fengið þennan póst vinsamlega sendið þá tölvupóst á leitarhundar@gmail.com og við uppfærum listann okkar. Stjórn Continue reading

Æfingahelgi

Æfingahelgi verður haldin á Ólafsfirði, Fjallabyggð 12. og 13. apríl.   Æfð verður snjóflóðaleit báða dagana. Húsnæði verður í boði fyrir þá sem vilja gista inná Ólafsfirði, matur á laugardagskvöldi verður í boði Leitarhunda S.L. en fólk verður að sjá sjálft um annan mat.   Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Jóhanns í síma: 8616976 fyrir mánudaginn 7.apríl. Continue reading

Sporanámskeið

Sporanámskeið verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 16.-18. maí 2008. Námskeiðið hefst kl. 20 föstudaginn 16. maí með fyrirlestri og lýkur kl. 15 sunnudaginn 18. maí. Farið verður í gegnum grunnþjálfun sporhunda og ýmsa faglega þætti hundaþjálfunar. Jim Gall hundaþjálfari hjá bresku lögreglunni til 25 ára mun stýra námskeiðinu ásamt leiðbeinendum Leitarhunda. Ljóst... Continue reading

streamextreme.cc