Leitarhundar
Hafðu samband

Búnaðar- og tékklisti fyrir vetrarnámskeið

Í ljósi þess hve margir nýliðar koma á námskeiðið setti ég saman smá búnaðarlista. Þeir sem eldri eru í hettunni geta notað þetta sem tékklista.   Endilega látið mig vita ef ég er að gleyma einhverju.   KS Continue reading

Snjóflóðaleitarnámskeið 2008

Dagana 1.-5. mars n.k. munu Leitarhundar S.L. halda snjóflóðaleitarnámskeið á Ólafsfirði. Um 35 hundateymi verða á svæðinu og koma þau víðsvegar af landinu. Hundarnir verða þjálfaðir og geta þeirra til leitar að fólki í snjóflóði prófuð. Haldin verður stutt kynning kl. 10 að morgni sunnudags í Sandhóli, húsnæði björgunarsveitarinnar Tinds. Fjallað verður um snjóflóðaleit... Continue reading

Ýlaæfing breytist í hundaæfingu

Héldum umrædda æfingu 30. jan. Mætt voru Þórhallur/Garpur, Sara/Zero og Pétur (hundurinn var í sveitinni). Upphaflega ætluðum við að taka ýla-æfingu sökum snjóleysis en fundum okkur þarna áægtis skafl upp í Hlíðarfjalli. Tókum fyrst stutta æfingu fyrir Þórhall sem gekk bara vel. Grófum svo fína holu og settum Pétur niður. Fyrst fórum við Zero í svæðið. Ég gekk um... Continue reading

Æfingar um helgina í Bláfjöllum

Æft var alla helgina í Bláfjöllum af SV-hópnum. Þrátt fyrir mikinn kulda var veðrið fallegt í Bláfjöllum og gott að æfa. Svolítið erfitt var að loka holunum því lítið var um mjúkan snjó. Kögglarnir voru gaddfreðnir og snjórinn minnti helst á sykur. Mæting var góð báða dagana. Continue reading

Æfing í Hlíðarfjalli

Norðurlandshópurinn æfði af krafti í gær, sunnudag, í Hlíðarfjalli.  Æfingin gekk vel þrátt fyrir að nær eingöngu hefðu þau púðursnjó úr að vinna. Continue reading

streamextreme.cc