Leitarhundar
Hafðu samband

Hlýðniæfing mán. 28. jan í Mosfellsbæ

Sv-hópurinn hittist fyrir utan húsnæði björgunarsveitar Kyndils sl. mánudagskvöld. Mættir voru Valli, Elías, Rósa, Egill, Kristín og nýliðarnir Inga og Teddi. Rætt var um almenna umgengni við hunda, tilgang hlýðni þjálfunar og mismunandi aðferðir við uppeldi á hvolpum. Því næst var farið í innkallsæfingar og fengu allir eitt rennsli í því. Allir eldri hundarnir kunnu... Continue reading

Kynning fyrir nýliða Ársæls

Í kvöld var haldin kynning fyrir nýliða Ársæls í Gróubúð frá kl. 20-21. Kynningin var á snjóflóðaleit með hundum. Mæting var góð og voru allir mjög áhugasamir. Hópurinn stefnir á að koma á æfingu á næstunni og sjá hundana í “action”. Nokkrir sérlega áhugasamir létu setja sig á æfingaskrána til að geta komið með á æfingar. Takk fyrir heimboðið Ársæls... Continue reading

Snjóflóðaæfing á Austurlandi 26. jan

Sæl öll sömul haldin var æfing hjá okkur fyrir austan í dag. Var fínasta mæting en mætt voru: Þórfríður – Týra, Hákon – Djákni, Helgi – Krummi, Margrét – Loppa, Steini – Canis og Ægir – Púki. Með í för voru 2 fíkurantar Atli og Kalli. Continue reading

Snjóflóðaæfing í Skálafelli 26. jan

Æft var líka í Skálafelli um helgina. Var þetta fyrsta snjóflóðaleitaræfing vetrarins hjá SV-hóp. Hluti af hópnum hittist ásamt einum norðlending, nýliðum og einum gest. Mættir voru : Valli og Kristín, Egill Birkir, Sara, Teddi (Ársæls maður), Katrín frá Akranesi og 11 ára gömul mágkona hennar. Continue reading

Æfingaplan Austurlands hóps

Fyrirhugað er að hafa æfingu á laugardaginn þ.e laugardaginn 26. janúar, ef að veður leyfir um 10:00. Mæting í hús kl 9:30 stundvíslega (Gerpis hús á Neskaupstað) og legg ég til að allir verði búnir að fara í sjoppu áður en mætt er kl 9:30. Aðrir mæta kl 10:00 upp á Skarð. Síðasta æfing gekk vel og vonum við að það haldi svona áfram… Það er nú líka eins... Continue reading

Snjóæfing á Akureyri

S.l. þriðjudag var æfing hjá hópnum á Akureyri. Tekin var fyrsta holuæfing vetrarins í eina snjóruðningum í bænum. Mætt voru Sara/Zero, Þórhallur/Garpur, Jóhann/Hrollur og Hákon/fjölskylda. Hið myndarlegasta snjóhús var byggt og tekin rennsli á alla. Hrollur og Djákni fóru nánast beint í gegn. Zero var í smá tíma að kveikja að hann þyrfti sjálfur að grafa holuna (svo... Continue reading

ÆFINGAR um helgina

Æft verður a.m.k. hjá SV-hópnum og A-hópnum um helgina. Áhugasamir hafi samband við hópstjórana. Fyrir suður- og vesturland Tómas s. 8680900. Fyrir Austurland Stefán s. 8437721. Fyrir norðurland Jóhann s. 8616976 Continue reading

Æfing við Hvaleyrarvatn

Æft var í kvöld við Hvaleyrarvatn. Æfingin var lítil og fámenn. Við hittumst kl. 19 og tókum nokkur rennsli til klukkan 20:30. Mættir voru Valli og Kristín ásamt Elíasi og Rósu. Ljúfur og Elías fengu nokkur rennsli og er Ljúfur alveg farinn að sækja Elías. Fínpússa þarf sjálfa markeringuna en allt er á réttri leið. Káta og Rósa tóku sín fyrstu skref með okkur og gekk... Continue reading

Æfing Mosó s.l. mánudagskvöld

Við Kyndils hús í Mosfellsbæ hittust Valli, Tommi, Kristín og Elías í gærkvöldi, 14. jan. Til stóð að taka hlýðni en þar sem flestir í hópnum voru að vinna var ákveðið að taka stutta en erfiða leit fyrir Tomma og Árna. Continue reading

Æfingaplan norðurlands

Æðstu menn í norðurlandshópnum, hópstjórinn Jóhann og æfingastjórinn Sara, settust niður með blað og penna og settu niður nokkra punkta varðandi æfingar í vetur. Continue reading

1 2
streamextreme.cc