Leitarhundar
Hafðu samband

Æfingahelgi lokið

Æfingahelgi var haldin s.l. helgi, dagana 24.-25. febrúar. Æft var á Steingrímsfjarðarheiði við Hólmavík. Á æfinguna mættu að norðan : Halli með Baltó sem er með A, tíkina Freyju sem er að fara í C, Höskuldur með skvísurnar sínar tvær Freyju sem fer vonandi í C og Sölku sem er að fara í B, Sara með Zero sem eru að fara í B og Úlfar og Kolka sem eru með A. Að sunnan... Continue reading

Aðalfundarboð

Aðalfundur verður haldinn að venju á marsnámskeiði Leitarhunda. Fundurinn verður haldinn 10. mars kl. 20:00. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Fyrir hönd stjórnar, Kristín Úr lögum Leitarhunda S.L. um aðalfund Sjá meira Continue reading

Æfing í höfuðborginni

Æft var í Skammadal um helgina. Mættir voru Tommi, Kristín og Egill. Gústi og Valli leiðbeindu. Tekin voru nokkur rennsli á hundana og gekk vel m.a. tóku Gústi og Kútur leit saman og gekk þeim mjög vel.   Sökum snjóleysis hafa einungis farið fram víðavangsæfingar á SV-horninu en það breytist um næstu helgi þegar allir skunda á helgaræfingu.   Kveðja Kristín Continue reading

Æfingahelgi

Helgaræfing í snjóflóðaleit verður haldin næstu helgi, nánar tiltekið 23.-25. feb. Hóparnir ætla að hittast á Hólmavík, mæting er að kvöldi föstudagsins 23. feb. Gist verður í björgunarsveitarhúsinu.   Úlfar Hólmvíkingur kannaði snjóalög á svæðinu og er útlit til æfingar gott. Allir velkomnir en tilkynna skal þátttöku til síns hópstjóra eða beint til Höskuldar... Continue reading

Æfing á Austurlandi

Æfing var haldin á Austurlandi sunnudaginn 11. febrúar í Oddsskarði. Hákon hópstjóri lýsti æfingunni svona : “Mættir voru Hákon, Stebbi Kalli og Helgi ásamt nokkrum púkum úr unglingasveitinni. Veður var þokkalegt en snjórinn var grjótharður og saltkenndur, tekin voru þrjú rennsli og það látið nægja í dag. Ekki er hægt að segja að A-hundarnir hafi þurft að leggja... Continue reading

Æft á Lágheiði

Sæl,   um síðustu helgi var æfing á Lágheiði á Norðurlandi. Á æfinguna mættu Halli leiðbeinandi, Reynhildur, Þórhallur og Jóhann. Jóhann lýsti æfingunni svo: “Það fer nú ekki mikið fyrir snjó hér frekar en víðast hvar annarstaðar. En það látum við ekki stoppa okkur, tókum góð rennsli þar sem þurfti að flytja teymin til og frá svæði á sleða og svo var... Continue reading

Tilkynning frá stjórn

Stjórnarfundur var í kvöld, 7. febrúar. Ný dagsetning er fundin fyrir vetrarnámskeið. Námskeiðinu var flýtt um 2 vikur vegna Landsæfingar. Námskeiðið verður 10.-14. mars (mæting að kvöldi 9. mars) líklega á Austurlandi. Athugið að æfingahelgi er áætluð 24.- 25. febrúar hjá Norðurlands-hóp, hvetjum alla til að mæta á hana. Hvetjum alla Leitarhunda og aðra hundamenn... Continue reading

Útkall í Hafnarfirði

Útkall barst um hálfátta í kvöld, 7. febrúar. Konu var saknað í Hafnarfirði. Kristín fór í útkallið sem var afturkallað um hálftíma/klst síðar. Konan fannst heil á húfi. Continue reading

streamextreme.cc