Leitarhundar
Hafðu samband

Aukaæfing á miðvikudagskvöldi

Aukaæfing var 26. júlí hjá SV-hóp. Leiðbeinendur voru Valli og Steinar. Til stóð að erlendur gestur yrði áhorfandi á æfingunni en vegna veikinda komst hann ekki. Mæting var við Gljúfrastein í Mosfellsdal og var farið þaðan inn í Svínaskarð við Esjurætur. Tekið var eitt rennsli á alla hundana. Mættir voru Áslaug og Bjartur, Ívar og Táta, Sefán Karl og Vaka, Tommi og Árni,... Continue reading

Víðavangs, og sporaæfing í Langadal 10.07.2006

fr1a

Æfing í víðavangs, og sporaleitum, var haldin í Langadal, skammt norðan við Blönduós í gær 10.07.2006.  Mæting var fín, en það skiptist með skúrum og svo sól og blíðu, þannig að mannskapurinn var í því að fara í eða að fækka fötum eftir þörfum.  Með okkur var leitarhundaþjálfari og leiðbeinandi frá Noregi, hann Rolf von Krogh, og gaf hann fín ráð varðandi... Continue reading

Æft í Heiðmörk

Æft var í Heiðmörk sl. fimmtudagskvöld. Mættir voru Arnar og Áslaug, Kristín og Valli, Tommi, Egill og Helgi. Allir fengu ágætisrennsli og er orðið töluverður munur á hundunum milli æfinga. Árangurinn af stífu æfingaprógrammi er sýnilegur. Gangi ykkur vel að æfa. Kveðja Kristín. Continue reading

Útkall innan bæjar

Útkall var í kvöld í Kópavogi. Leitað var að eldri konu. Leitin gekk vel og fannst hún, heil á húfi, innan 2 klukkustunda frá útkalli. KS Continue reading

streamextreme.cc