Leitarhundar
Hafðu samband

Æfingahelgi í Vaglaskógi

Æft var í Vaglaskógi um helgina. Kallað var til æfingahelgarinnar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Bongó blíða var á Vaðlaheiðinni og næstum ógerlegt að þjálfa hundana. Continue reading

Æft 15. júní við Bláfjöll

Mæting var kl. 20:00 fimmtudaginn 15. júní sl. á Bláfjallaafleggjaranum. Keyrt var upp í átt að skíðaskálunum og æft á smá skika af einu svæðanna sem notað var í úttektinni s.l. haust (vinstra megin þegar komið er upp úr kröppu beygjunni) Mættir voru Kristín, Valli og Kútur, Bjössi ásamt Heklu, Tommi og bróðir hans Árni, auk þess tveir nýir áhugasamir piltar Pétur... Continue reading

Æft í Hveragerði

Æft var í dag samkvæmt dagskrá SV hóps. Mæting var í Bakaríinu Hveragerði kl. 13:00. Fámennt en góðmennt var á æfingunni, má það helst rekja til sjómannadagsdagskrárinnar. Continue reading

Nokkrir punktar um víðavangsleit – Grein e. Steinar Gunnarsson

Hér má finna grein eftir leiðbeinanda okkar á Austurlandi. Steinar hefur skrifað margar greinar í gegnum árin varðandi hunda almennt og einnig um leitarhunda. Það eru nokkur atriði sem mig langar að nefna vegna víðavangsleitarþjálfunnar með hundum. Sérstaklega til að menn glöggvi sig á því hvað þarf til svo að sem bestur árangur náist með hvern og einn hund. Við erum búin... Continue reading

Leitartækni með víðavangsleitarhunda og siðferði í leitum – Grein e. Steinar Gunnarsson

Auk pistilsins hér að neðan varðandi grunnþjálfun leitarhunda og val á hundum skrifaði Steinar einnig pistil um leitartækni með víðavangsleitarhunda og siðferði í leitum.   Hákon talaði við mig í dag og lýsti ánægju sinni með pistilinn minn um upphafsþjálfun víðavangsleitarhunda og óskaði eftir því í leiðinni að ég setti eitthvað á blað um raunverulegar leitir.... Continue reading

Æfing sl mánudag

egillBbirta

Æft var við “hálfvitann” á Bláfjallaafleggjaranum s.l. mánudag, annan í Hvítasunnu. Æfingin byrjaði klukkan 12:30. Mættir voru Bjössi Hveragerði, Kristín, Valli og Egill. Einnig mættu í óvænta heimsókn Sigrún og Kristján frá Þorlákshöfn en þau eiga von á að barnið komi í heiminn núna um helgina. Continue reading

Æfing fyrir austan sl. fimmtudag

Sælir félagar Mættir voru á æfingu Steinar, Hákon, Ingvar, Helgi, Stebbi, Þórfríður og Ægir. Veðrið var gott og vindur af norðvestan eins og allir vita þá er það besti vindurinn til að æfa í. Æfingin í gær var stórkostleg, teymin tóku miklum framförum frá síðustu æfingu og hvergi veikan blett að finna í þessum hóp. Ekki má gleyma nýja teyminu en það er hann Heimir... Continue reading

Víðavangs-, og sporaæfing í Skagafiri 3/6 2006

hrollur

Í dag laugardaginn 3 júní, hélt norð-vesturhópurinn, víðavangsæfingu í Skagafirði.  Veðrið lék við okkur, heiðskýrt, sól og 18°hiti.  Mættir voru: Höskuldur og Salka / Katla, Tóti og Seifur / Herkúles, Sara og Cero, Þórhallur og Garpur, Jóhann og Hrollur og Egill og Birta úr suðurhópnum. Leiðbeinendur voru Halli með Baltó og litlu Freyju sem er nafna ömmu sinnar,... Continue reading

Æfing í Mosó

aslaug_og_bjartur2

Æft var í kvöld í Mosó, nánar tiltekið í nágrenni Hafravatns. Mættir voru Áslaug og Bjartur, Egill og Birta, Ívar og Táta, Kristín og Kútur, Valli leiðbeinandi og Högni áhorfandi frá Færeyjum .  Æfingin gekk vel í alla staði. Sterkur vindur var á svæðinu, súld og eilítið svalt. Teknar voru markerings æfingar, úthlaup og “blindur”, týndir voru ýmist einn... Continue reading

streamextreme.cc