Leitarhundar
Hafðu samband

Víðavangsleitaræfing á Norðurlandi

Fyrsta víðavangsleitaræfing sumarsins fyrir Norð-vesturhóp, verður haldin næstkomandi laugardag 3.júní.  Mæting er í Skagafirði, innst þar sem ekið er upp á Öxnadalsheiði.  Innsti bær þar heitir Kot, og í dalnum þar innaf ætlum við að æfa. fyrir hönd hópstjóra. kv. HBE Continue reading

Sumarleitaræfing á Austurlandi

stefan_og_vaka

Æfing var á sunnudag á austurlandi. Mættir voru Steinar leiðbeinandi, Hákon hópstjóri, Stebbi Kalli, Ingvar, Helgi, Þórfríður æfingastjóri og Ægir. Æfingin gekk vel og segja menn á staðnum að efnilegri hóp sé ekki hægt að hugsa sér.  Næsta æfing á austurlandi verður nk. fimmtudag, mæting við Gerpis-hús á Neskaupstað kl:19:30.   Æfing verður einnig á SV-horninu... Continue reading

Pétur Þorvarðarson fannst látinn

Pétur Þorvarðarson fannst látinn Í gærkvöld lauk umfangsmikilli leit að Pétri Þorvarðarsyni frá Egilsstöðum. Pétur fannst látinn við Langafell í Hauksstaðaheiði inn af Vopnafirði. Um kl 20:52 barst tilkynning til lögreglunnar á Húsavík um að björgunarsveitarmenn hafi fundið lík Péturs Þorvarðarsonar. Það var leitarhundur sem vísaði á líkið, að því er segir... Continue reading

Æfingaplan SV hóps

Æfingaplan fyrir hópinn á suður-, suðvestur- og vesturlandi er tilbúið. Allar beiðnir/tillögur um aukaæfingar velkomnar. Planið mun taka breytingum, stjórn á eftir að gefa út tímasetningar á helgaræfingum og úttektum. Kristín s. 868 4136 Continue reading

Æft í Hafnarfirði

Æfing var í kvöld í Hafnarfirði í nágrenni við Hvaleyrarvatn. Mættir voru Kristín, Valli, Áslaug Erlín, Arnar og Egill ásamt hundum. Æfingin gekk í alla staði vel, teknar voru markeringsæfingar og leitir. Allir fengu heimaverkefni til að glíma við, hver við sitt hæfi. Næsta æfing verður líklega sunnudaginn 28. maí nema beðið verði um annað. Nánar auglýst síðar. Kristín... Continue reading

Leit við Grímsstaði

Leit stendur yfir að ungum manni á Grímsstöðum. Leitarhundar af austurlandi hófu leit seint á sunnudagseftirmiðdag og leituðu undir hádegi á mánudag. Að morgni mánudags bættist við hundur úr Reykjavík. Leitin stendur enn yfir. Continue reading

Útkallsæfing á Austurlandi

Sunnudaginn 23. apríl var haldin útkallsæfing í snjóflóðaleit á Austurlandi. Æfð var leit með hundum, snjóflóðaýlum og stöngum. Continue reading

streamextreme.cc