Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 27. júní 2004

Þann 27.06 2004 um kl:18:00. Vorum við kallaðir út í leit að manni frá Ísrael. Hann lagði af stað Laugaveginn frá Landmannalugum á hádegi en um kl 16:00 hringir hann í lögregluna í gegnum 112 og biður um aðstoð: hann viti ekki hvar hann er, mikil þoka sé og að það sé kalt. Continue reading

Útkall 22. júní 2004

5 hundar fóru frá Leitarhundum S.L. í útkall kl. 23 þann 22. júní síðast liðinn. Leitað var að stúlku sem hafði orðið viðskila við ferðafélaga sinn á Heklu. Leitin gekk vel en rétt eftir klukkan 6 að morgni 23. júní barst tilkynning í talstöðina um að hún hefði komist sjálf að bílum björgunarsveitamanna. Continue reading

Sameiginleg æfing BHSÍ og Leitarhunda

Þann 20.06.2004, fóru Helgi , Ívar og Sigurbjörn á æfingu í boði  BHSÍ. Við hittumst kl 12:00 hjá Jóa og Hörpu að Hæl í Flókadal en þar var boðið upp á kaffi og með því og síðan var ekið upp að Surtshelli og hraunið leitað til suðurs frá veginum ca.150°. Continue reading

Æfing Í Tindastóli 15/6

Æfing var haldin í Tindastóli, að kvöldi 15/6 sl. Mættir voru Haraldur og Úlfar með A hundana Baltó og Kolku, Ísólfur með C hundinn Kleó Continue reading

Gangan gekk vel

Gangan yfir Fimmvörðuháls gekk vel. Mætingin var þó ekki eins góð og ætlað var í fyrstu. Göngutíminn var heldur ekki sá sami og áætlað var í fyrstu. Veðrið var ekki eins og áætlað var ………… Continue reading

Fimmvörðuháls

SV-hópur Leitarhunda gengur yfir Fimmvörðuháls næst komandi laugardag. 9 manns ætla að ganga yfir hálsinn. Brottför úr höfuðborginni kl. 7:30 frá húsi Kyndils í Mosó (Mæting klukkan 7:00). Stefnt er að því að vera komin af stað upp frá Skógum um klukkan 10. Trússinn kemur með tjöldin okkar og stefnir að því að vera langt kominn með að grilla þegar liðið kemur niður.... Continue reading

Æfing

Æfing var haldin síðasta fimmtudag í Þormóðsdal. Mættir voru Tommi, Hildur, Helgi, Valli, Kristín og Sigurður Helgi. Veðrið var rosalega gott og gekk æfingin mjög vel. Hist var við Kyndils hús í Mosó klukkan 8 og komið til baka rétt um hálf tólf. Næst er stefnan að ganga Fimmvörðuháls í staðþess að taka hefðbundna æfingu. Continue reading

streamextreme.cc