Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 5. mars 2011

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi voru kallaðar út laugardaginn 5. mars vegna tveggja vélsleðamanna við Hrafntinnusker sem höfðu orðið viðskila við félaga sína um hádegið. Mjög slæmt veður var á staðnum og lítið skyggni. Annar komst sjálfur í skálann nokkrum klukkustundum síðar en hinn gróf sig í fönn við snjósleðann sinn. Eitt teymi fór frá Leitarhundum, Theodór og Hugi. Hugi er fullþjálfaður bæði í víðavangs- og snjóflóðaleit en þegar teymið lagði af stað úr bænum var ekki vitað nánar um afdrif mannanna. Theodór og Hugi fóru með snjóbíl Björgunarsveitarinnar Ársæls og voru rétt ókomnir á staðinn þegar menn á snjóbíl Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fundu manninn heilan á húfi á áttunda tímanum.

streamextreme.cc