Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 25.ágúst 2012

Leitarhundar fengu útkallað kvöldi 25.ágúst þar sem konu af asískum uppruna var saknað úr áætlunarferð um Eldgjá á svæði 16. Tveir hundar frá Leitarhundum mættu í Hólaskjól þá um nóttina, en hefja átti leit við sólarupprás. Betur fór en á horfðist þar sem leitin var afturkölluð kl.3 en þá kom í ljós að konan hafði farið til byggða með áætlunar-rútunni.
Hundateymi sem mættu voru Dóra með Orku (Sigurvon Sandgerði) og Ási með Mýru (Ársæll Reykjavík). Theodór mætti án hunds, en Hugi er í veikindaleifi.

streamextreme.cc