Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 2.-3. ágúst

Útkall barst þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 22:40 til hunda á suður/vesturlandi
Kristín og Helgi voru ein um að komast á vegum Leitarhunda. Farið var að Hellu þar sem við fengum fyrirmæli um að fara að Álftavatni og leita í átt að Hrafntinnuskeri á móti teymum frá BHSÍ.
Leitin gekk vel að öllu leyti að því undanskildu að maðurinn fannst ekki. Eftir um 5 og hálfs tíma leit tókum við hvíld og var fyrirskipað af svæðisstjórn að hvílast fram að hádegi. Meðan á þeirri hvíld stóð var leit afturkölluð því maðurinn fannst í Vík og hafði hann ekki gengið umrædda leið.
streamextreme.cc