Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 13. júlí 2011

Björgunarsveitir af suðurlandi og suðvesturlandi voru kallaðar út til leitar að erlendum göngumanni á Fimmvörðuhálsi. Hann hafði hringt eftir aðstoð um nóttina en undir morgun rofnaði sambandið við hann. Hann var slasaður og vissi ekki nákvæma staðsetningu sína. Leitarhundar fengu boð um kl 11. Eitt teymi hóf leit, Theodór & Hugi, og höfðu þeir leitað í nokkrar klukkustundir þegar maðurinn fannst heill á húfi um 19:30. Hann var þó mjög þrekaður eftir að hafa gengið í sólarhring. Annað teymi var á leið á vettvang, Ásbjörn & Mýra.

streamextreme.cc