Leitarhundar
Hafðu samband

Sporanámskeið

Námskeiðið verður haldið dagana 1.-2. nóvember (mæting á
föstudagskvöldi, lýkur á sunnudagskvöldi).
 
Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Kynning verður haldin á föstudagskvöldinu kl. 20-22 í húsi björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Mæting er þar einnig á laugardagsmorgni kl. 8.  Gerið ráð fyrir að æfingar standi fram í myrkur (til kl. 18/19) báða dagana. Sameiginleg kvöldmáltíð verður á laugardagskvöldinu.

 
Þátttakendur þurfa sjálfir að verða sér úti um gistingu og nesti. Ef einhver er í vandræðum með gistingu geta þeir leitað á náðir Valla og Kristínar. 
 
Gestaleiðbeinandi verður
James Gall (Jim) og mun hann ásamt leiðbeinendum Leitarhunda leiðbeina
þátttakendum.
 
Skilaboð frá Jim til þátttakenda :
    • Komið með stílabók til að skrifa æfingarnar niður og sporin sem tekin verða.
  • Komið með lýsingu á amk síðustu 5 sporum sem þið takið fyrir námskeiðið (teiknið líka upp sporið / mynstrið)
 
Senda skal póst á stjórnarnetfangið leitarhundar@gmail.com með upplýsingum um þátttakanda, greiðanda og hvort viðkomandi kemur með eða án hunds.
 
Námskeiðsgjald er 12.000 kr.
 
Mælum með því að nýtt áhugasamt fólk komi og læri. 
streamextreme.cc