Leitarhundar
Hafðu samband

Sporanámskeið

Sporanámskeið verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 16.-18. maí 2008.
Námskeiðið hefst kl. 20 föstudaginn 16. maí með fyrirlestri og lýkur kl. 15 sunnudaginn 18. maí. Farið verður í gegnum grunnþjálfun sporhunda og ýmsa faglega þætti hundaþjálfunar.
Jim Gall hundaþjálfari hjá bresku lögreglunni til 25 ára mun stýra námskeiðinu ásamt leiðbeinendum Leitarhunda.
Ljóst er að áhugi er mikill fyrir námskeiðinu og hvetjum við því félaga Leitarhunda til að skrá sig sem fyrst á námskeiðið. Allir hundaþjálfarar ættu að nota þetta tækifæri til að þróa sig og þekkingu sína á hundaþjálfun, hvað varðar að blanda þjálfun víðavangsleitarhunds og sporhunds saman er öllum beint á að snúa sér til leiðbeinendaog kynna sér nánar málin. Þátttökufjöldi takmarkast við leiguhúsnæðið á Úlfljótsvatni.
Skráning mun fara fram í gegnum hópstjórana og/eða stjórnarnetfangið leitarhundar@gmail.com og er skráning fyrir félagsmenn til 12. apríl.
Nánari upplýsinga er að vænta fyrir helgi.
Stjórn.
streamextreme.cc