Leitarhundar
Hafðu samband

Snjóflóðaæfing í Oddsskarði um komandi helgi

51882349c286c0ef

Björgunarsveitin Gerpir býður til æfingar helgina 26. – 27. febrúar n.k.

Sett verður upp “snjóflóð” að hætti austfirðinga og æft verður bæði laugardag og sunnudag undir tryggri leiðsögn Stefáns K. Guðjónssonar, leiðbeinanda á staðnum.

Eins og á öðrum æfingarhelgum þurfa þáttakendur að koma með allan sinn búnað sjálfir ásamt mat.

Öllum félögum Leitarhunda er velkomið að taka þátt og bent á að setja sig í samband við Stefán í síma 843-7721.

Það er stutt í námskeið og hvetjum við alla þá sem stefna á próf að skella sér í ferðalag austur í alpana.

f.h. stjórnar
Sara Ómarsdóttir, formaður

streamextreme.cc