Leitarhundar
Hafðu samband

Kynning fyrir ungliða og nýliða björgunarsveitar Ársæls

Kynningar voru haldnar fyrir nýliða og ungliða björgunarsveitar Ársæls 18. og 25. apríl. Kynnt var fyrir hópunum hvernig víðavangsæfingar með hundum eru framkvæmdar. Kynningarnar voru framhald af fyrri kynningum vetrarins sem snéru að snjóflóðaleit með hundum. Að loknum kynningum voru tekin stutt sýnishorn af leitum í nágrenni björgunarsveitahúsanna.
Mikil ánægja var bæði meðal áhorfenda og kynna með kvöldin og er stefnt að áframhaldandi samstarfi sveitanna. Báðum hópum var einnig boðið að koma á alvöru æfingar til nánari kynningar.
Þökkum við Ársælsmönnum og konum kærlega fyrir okkur.
streamextreme.cc