Leitarhundar
Hafðu samband

Hlýðni – 2. hluti – Tengslaæfingar

Hlýðni – 2. hluti – Tengslaæfingar 
leiðbeiningar fyrir þá sem vilja bæta samvinnu sína og hundsins og fá hlýðnari hund fyrir vikið
Grein eftir Kristínu Sigmarsdóttur leiðbeinanda Leitarhunda S.L.

Vert að hafa í huga áður en æfingar hefjast :
• Hlýðniæfingar eru skemmtilegar.
• Skipanir eru glaðlegar en ákveðnar.
• Veldu stikkorð/skipun og lausnarorð áður en æfingar hefjast
• Ekki þvinga hundinn til hlýðni, láttu hann uppgötva hlutina á eigin spýtur þá er líklegra að hann skilji verkefnið og leikinn
• Framkvæmdu eins margar æfingar á dag og þú kemst yfir. Láttu líða smá tíma samt á milli æfinga. Ef þú ert í tímaskorti gerðu þá amk allar æfingarnar þó þú fækkir endurtekningum.
• Útiæfingarnar : láttu hundinn í flestum tilfellum klára að gera þarfir sínar ef hann er líklegur að þurfa það.
• Ekki gera æfingar sem hundurinn þinn er ekki tilbúinn að framkvæma – jafnvel þó þær séu á prógramminu !! Hafðu samband og við finnum lausn í sameiningu.

VIKA 1 – INNKALL

Stikkorð : Veldu þér stikkorð – má nota nafnið með ef hundurinn sér þig ekki: “dæmi:  Kútur Komdu!” Ef þú vilt nota flaut/-u veldu flauthljóð og notaðu alltaf smaa tóninn/hljóðið.
Ef hundurinn er í sama herbergi á að vera nóg að ná kontakt (augnkontakt) og skipun: Komdu !
Lausnarorð : Veldu þér lausnarorð úr skipuninni. Þú ert búinn að biðja hundinn að koma til þín og þú gefur honum lausn frá þér. Frjáls / Frí / Laus …eða hvað sem þú kýst. Þetta orð notarðu síðan ALLTAF til að losa hann úr skipunum.
Ég mæli með notkun lausnarorða.

Æfingar / Inniæfingar

Hundurinn er ekki hjá þér en er vakandi og að sýsla eitthvað með sjálfum sér. Kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi.
Verðlaun NAMMI og DÓT notist á öllum æfingum. Varíeraðu með hvaða nammi þú notar og varíeraðu hvort þú leikur eða gefur nammi.

Að fara í Búrið / Bælið / Eða ef það er einhver staður í húsinu sem hundurinn vill ekki fara á.
Kallið hundinn til ykkar í ca 3 m fjarlægð frá staðnum og verðlaunið með nammi og gefið lausnarorð. Smám saman minnkiði fjarlægðina við viðkomandi stað og eruð alveg komin að eða í þann stað. Í hvert sinn verðlauna (má nota dót til tilbreytingar)

4 góðar Útiæfingar fyrir unga hunda
1 : Viðrun. Taktu þér 15 mín göngutúr til að leyfa hundinum að gera þarfir sínar. Kallaðu hundinn til þín 1x meðan á göngu stendur og verðlaunaðu m/ dóti eða nammi.
2: Farðu út með hundinn í löngum taum. Þegar hann er að skoða eitthvað (ekki m/athyglina á þér) kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi.
3 : Í hvert sinn sem hundurinn fer í bílinn er hann leiddur þangað í taum gefið nammi við bílinn og aftur þegar hann er kominn í bílinn. Síðan er honum gefin lausnarskipun eftir ca 5-20 sek um að hann megi fara út (frjáls / niður / komdu eftir því sem við á). Ef hundinum leiðist að fara í bílinn þá fer hann alltaf þangað í taumnum svo hann geti ekki flúið það og fær eitthvað EXTRA gott nammi fyrir, strax lausnarskipun og þetta má endurtaka 2-3 sinnum í hvert skipti (in-út, inn-út). (heildaræfingatími 5 mín max!!)
(æfingin framkvæmist amk 1x á dag ef hundinum leiðist bíllinn… þó hann sé ekki að fara neitt)
Góð regla er að hundinum sé gefin skipun sem tengist því að fara út úr bílnum þannig að maður geti opnað skottið en hundurinn stökkvi ekki bara út heldur bíða eftir skipuninni / lausnarorðinu. (Öryggisatriði)
Verðlaun Nammi er gefið við bílinn, þegar hann kemur upp í hann / fer í búrið. Nammi er gefið í hvert sinn sem hann hoppar upp í bílinn hvort sem það er æfing eða raunverulega verið að fara eitthvert.

Vika 2 - INNKALL og SESTU = Inniæfingar í upphafi

Inniæfing 1 Hundurinn er ekki hjá þér. Kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi.
Verðlaun NAMMI og DÓT notist á öllum æfingum. Varíeraðu með hvaða nammi þú notar og varíeraðu hvort þú leikur eða gefur nammi.
Inniæfing 2 Hundurinn er ekki hjá þér. Kallaðu hann til þín og láttu hann setjast (helst á 1 skipun !) og gefðu honum nammi.
Verðlaun NAMMI notist á öllum æfingum.
Inniæfing 3 Búrið / Bælið / sá staður í húsinu sem hundurinn vildi ekki fara á. Kallið hundinn beint á staðinn og verðlaunið með nammi og gefið lausnarorð. Í hvert sinn verðlauna (má nota dót til tilbreytingar)

Æfingaplan vikunnar:
Útiæfing 1 : Viðrun. Taktu þér 10 mín göngutúr til að leyfa hundinum að gera þarfir sínar. Kallaðu hundinn til þín 1x meðan á göngu stendur og verðlaunaðu m/ dóti eða nammi.
Útiæfing 2: Farðu út með hundinn í löngum taum. Þegar hann er að skoða eitthvað kallaðu hann til þín, láttu hann setjast og gefðu honum nammi. (5 mín)
Útiæfing 3 : Farðu út með hundinn lausan en á afmörkuðu svæði. Þegar hann er að skoða eitthvað kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi. (5 mín)
Útiæfing 4: Hundurinn fer í bílinn = fær nammi við bílinn og þegar hann er kominn inn í bílinn/búrið. Lausnarskipun fljótlega en núna lengjum við smá tímann 20-40 sek. Ef hundinum leiðist enn að fara í bílinn þá gerum við æfinguna á hverjum degi.
Útiæfing 5: Farðu í 30 mín göngutúr með hundinn þinn. Hafðu hann í taum í amk. 2/3 af leiðinni.
Útiæfing 6: Farðu í 30 mín göngutúr með hundinn þinn. Hafðu hann lausan kallaðu hann til þín ca 5x á leiðinni og láttu hann gera eitthvað eitt af eftirfarandi hjá þér : innkall + sestu + frjáls, innkall + hoppaðu upp á steininn + frjáls, innkall + nammi + frjáls, . Þegar þú átt 3 mín eftir í bílinn : innkall + nammi, settu hann í taum og gerðu bílaæfinguna við bílinn.
Ekki gera þetta endilega allt, ekki gera þetta endilega í þessari röð ! Gerðu það sem þú vilt og hafðu gaman að því. Ekki hafa alla göngutúrana eins !

VIKA 3-4-5 – SÆKJA OG SKILA

Stikkorð : Veldu þér stikkorð – Sækja / ná í / … Ef það er flauta veldu flaut.
Lausnarorð : Veldu þér lausnarorð : takk / gefa / láta / sleppa o.s.frv.! Þetta orð notarðu síðan ALLTAF ef hann á að sleppa einhverju.

Fyrst æfum við inni (án utanaðkomandi áreitis) og færum okkur svo út og aukum áreitið
Aðferð 1: Vertu í herbergi hæfilega stóru. Kallaðu hundinn til þín. Hentu dótinu og segðu stikkorðið. Notaðu komdu til að láta hann koma til þín með dótið. Notaður lausnarorðið til að láta hann sleppa. ( EKKI TOGAST Á). Hægt er að verðlauna með nammi fyrir að sleppa, hrós og klapp dugar jafnvel. BEST er að henda strax aftur um leið og hann sleppir. Ef hann ætlar ekki að skila og ætlar í eltingaleik þá hefurðu hann í taum meðan á æfingunni stendur og þá getur hann ekki stungið þig af :-)
Skref 2: Þegar aðferð 1 er orðin góð. Bætið við að kalla hundinn til ykkar og láta hann sitja og bíða meðan dótið dettur (eftir að því er kastað) – þið þurfið að halda honum til að byrja með og nota sækja skipunina þegar hann má fara af stað.
Skref 3: Þegar skref 2 er orðin góð færðu þig þá út (t.d. út í garð) á afmarkað svæði.
Skref 4: Þegar skref 3 er orðið gott þá tekurðu æfinguna á opnu svæði án truflunar
Skref 5: Þegar skref 4 er orðið gott þá tekurðu æfinguna aftur á afmörkuðu svæði með truflun
Skref 6: Þegar skref 5 er orðið gott þá tekurðu æfinguna á opnu svæði með truflun

Æfingaplan fyrir vikur 3-5:
Inniæfing
Hundurinn er ekki hjá þér. Kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi.
Verðlaun Nammi eða klapp+hrós
Inniæfing Hundurinn er ekki hjá þér. Kallaðu hann til þín og láttu hann setjast (á 1 skipun !) og gefðu honum nammi.
2x Verðlaun Nammi eða klapp+hrós
Inniæfing Búrið / Bælið / sá staður í húsinu sem hundurinn vildi ekki fara á. Kallið hundinn beint á staðinn og verðlaunið með nammi og gefið lausnarorð. Í hvert sinn verðlauna (má nota dót til tilbreytingar)
Útiæfing 1: Viðrun. Taktu þér 10 mín göngutúr til að leyfa hundinum að gera þarfir sínar. Kallaðu hundinn til þín 1x meðan á göngu stendur og verðlaunaðu m/ dóti eða nammi.
Útiæfing 2 : Farðu út með hundinn lausan á stærra afmörkuðu svæði. Þegar hann er að skoða eitthvað kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi. (5 mín)
Útiæfing 3: Farðu út með hundinn lausan á nýju en afmörkuðu svæði. Þegar hann er að skoða eitthvað kallaðu hann til þín og gefðu honum nammi. (5 mín)
Útiæfing 4: Hundurinn fer í bílinn = fær annað hvort nammi við bílinn eða þegar hann er kominn inn í bílinn/búrið. Lausnarskipun gefin fljótlega stundum eftir 5 sek stundum eftir 40 sek.
Útiæfing 5: Farðu í 30 mín göngutúr með hundinn þinn. Hafðu hann í taum í amk. 1/4 af leiðinni. Þegar laus kallaðu hann til þín 2-5x á leiðinni og láttu hann gera eitthvað hjá þér : innkall + sestu + frjáls, innkall + hoppaðu upp á steininn + frjáls, innkall + nammi + frjáls, innkall + henda dóti (sækja + skila !!). Þegar þú átt 3 mín eftir í bílinn : innkall + nammi, settu hann í taum og gerðu bílaæfinguna við bílinn.

Mundu að hlýðniæfingar eru tengslaæfingar – það eru æfingar sem flýta fyrir því að þú og hundurinn þinn skiljið hvort annað og búið til umgengnisreglur við hvort annað. Æfingarnar eiga að vera stuttar og skemmtilegar fyrir ykkur bæði.

Leitarhundar SL mars 2010 – lagfært í sept 2014
Hlýðni – Tengslaæfingar
Kristín Sigmarsdóttir

streamextreme.cc