Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 17.maí 2010

Leit á svæði 11 að týndum manni. Nánar tiltekið á Akureyri. Hákon/Djákni hófu leit, Pétur/Simbi og Tommi/Krummi voru að koma á svæðið þegar maðurinn fannst heill á húfi. Lesa meira

Útkall 6.maí 2010

Útkall á svæði 1. Leit að týndum manni í Reykjavík. Um 100 björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu leituðu frá um kl. 06:00 að manninum ásamt hundateymum frá BHSÍ og Leitarhundum. Teodór/Huginn og Kristín/Kútur leituðu frá Leitarhundum. Maðurinn fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn um kvöldmatarleitið. Lesa meira

Útkall 2.apríl 2010

Útkall á svæði 11. Leit á Akureyri að týndri konu. Kallað var út um kl. 23:30. Um 60 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni ásamt hundateymi frá Ólafsfirði. Tommi/Krummi leituðu. Konan fannst látinn um kl. 05:00. Lesa meira

Útkall 26. febrúar 2010

Föstudagskvöldið 26.febrúar var útkall í Fossvogshverfið vegna týndrar stúlku. Stúlkan fannst heil á húfi skömmu eftir að björgunarsveitir hófu leit en hundamenn okkar voru ekki komnir af stað til leitar. Theodór og Hugi fóru með Björgunarsveitinni Ársæl. Lesa meira

Útkall 15. febrúar 2010

15. febrúar um klukkan 21.30 voru teymi kölluð út til leitar að 75 ára gömlum manni í Breiðholti. Valgeir fór með Kút ásamt Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Theodór og Hugi ásamt Björgunarsveitinni Ársæli. Maðurinn fannst um klukkan 22 heill á húfi. Lesa meira

Útkall 7. febrúar 2010

7. febrúar um klukkan 20 barst útkall leitað var að barni sem saknað var í Reykjanesbæ. Barnið hafði farið að heiman fyrr um daginn og ekki skilað sér. Kristín og Kútur ásamt Theodóri og Huga lögðu af stað til Keflavíkur en leit var afturkölluð fljótlega þegar barnið fannst heilt á húfi. Lesa meira

Útkall 16. desember 2009

16.12.2009 klukkan 00:18. Leit í Aðaldal á svæði 12. Pétur og Simbi fóru af stað í leit. Viðkomandi fannst fljótlega eftir að leit hófst. Lesa meira

Útkall 8. nóvember 2009

08.11.2009 klukkan 18:54. Leit að rjúpnaskyttu í Fljótum. Útkall á svæði 10 og 11. Af stað fóru Halli og Freyja ásamt Tomma og Krumma, skyttan fannst fljótlega eftir að teymin fóru af stað. Lesa meira

Útkall 23. september 2009

23. september 2009 kl. 19:48, útkall á svæði 10 og 11. Leit stóð yfir að barni og kennara. Leitarsvæði Klaufnabrekkudalur, Ólafsfirði. Tommi og Krummi fóru af stað í leit á Lágheiði, afturkallað fljótlega eftir að leit var hafin. Lesa meira

Útkall 9. ágúst 2009

Leit við Laugarvatn. Leitarhundar kallaðir út kl. 3 að morgni sunnudags. 1 teymi fór af stað í sitt fyrsta útkall, Teddi og Hugi. Tvö önnur teymi tilbúin undir morgun að leggja af stað. Teymið var nýfarið af stað úr Reykjavík þegar afturköllun barst, 25 mínútum síðar. Lesa meira

Útkall 1. ágúst 2009

Útkall barst um kl. 21 laugardag um verslunarmannahelgi. Leitað var að erlendum ferðamanni í Hrauneyjum. Maðurinn fannst heill á húfi hálftíma síðar. Lesa meira

Útkall 21.-22. júlí 2009

Leit á Nesjavallavegi. Leitað að ungum manni. 2 teymi fóru strax til leitar og leituðu undir morgun. 1 teymi leitaði daginn eftir. Maðurinn fannst heill á húfi um hádegisbil. Lesa meira

Útkall 21. júlí 2009

Útkall barst um kl. 20:40 á sveitir á Austurlandi. Leitað var að 7 ára barni á Eskifirði. Hundateymi gerðu sig strax klár til leitar. Barnið fannst fljótt, eða um korteri eftir að útkall barst. Lesa meira

Útkall 18. júlí 2009

Um klukkan eitt í nótt voru björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustir kallaðar út til að leita að sex manna gönguhóp sem hafði ekki skilað sér í næturstað. Einnig voru Leitarhundar kallaðir út.  Til leitar fóru frá Reykjavík 2 teymi. Hópurinn hafði ætlað sér að ganga kringum Kálfafellsheiði og koma í Fossabrekku í gærkveldi. Þegar... Lesa meira

Útkall 24. maí 2009

Útkall barst stjórn Leitarhunda kl. 19:52 sunnudaginn 24. maí 2009. Göngumanns var saknað á svæði 3 í Ingólfsfjalli. Einn hundur, Kristín og Kútur, fór fyrir hönd Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Leitarhunda. Maðurinn fannst kl. 20:16 heill á húfi þegar björgunarmenn voru rétt farnir úr húsi. Lesa meira

1 2 3 4 5 6 7
streamextreme.cc