Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 18. júní 2011

Björgunarasveitir voru kallaðar út seinnipartinn til leitar að manni sem fór frá sumarhúsi sínu við Hekluhraun. Maðurinn fannst látinn á tíunda tímanum. Tvö teymi fóru frá Leitarhundum: Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi. Continue reading

Útkall 8. apríl 2011

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út föstudagskvöldið 8. apríl til leitar að eldri manni með heilabilun. Tvö teymi mættu frá Leitarhundum, Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi. Teymin voru á leið úr húsi þegar að leitin var afturkölluð. Maðurinn fannst heill á húfi. Continue reading

Útkall 5. mars 2011

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi voru kallaðar út laugardaginn 5. mars vegna tveggja vélsleðamanna við Hrafntinnusker sem höfðu orðið viðskila við félaga sína um hádegið. Mjög slæmt veður var á staðnum og lítið skyggni. Annar komst sjálfur í skálann nokkrum klukkustundum síðar en hinn gróf sig í fönn við snjósleðann sinn. Eitt teymi fór frá... Continue reading

Útkall 7. feb. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorni voru kallaðir út þriðjudagskvöldið 7. febrúar til leitar að ungum dreng við Hellu. Tvö teymi gerðu sig klár, Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi, en útkallið var fljótt afturkallað. Drengurinn fannst heill á húfi. Continue reading

Útkall 22. feb. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorni voru kallaðir út á tíunda tímanum í kvöld til leitar að eldri manni með alzheimer. Tvö teymi mættu, Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi. Teymi voru komin á vettvang og voru að byrja leit þegar útkallið var afturkallað. Maðurinn fannst heill á húfi. Continue reading

Útkall 3. feb. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorninu voru kallaðir út um 9 leytið í kvöld til leitar að barni í nágrenni Hellu. Eitt teymi var að gera sig klárt fyrir útkallið, Ásbjörn og Mýra, þegar það var afturkallað. Drengurinn fannst heill á húfi. Continue reading

Útkall 2. feb. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorni voru kallaðir út miðvikudaginn 2. febrúar til leitar að skoskum manni búsettum í Sandgerði. Teymi frá BHSÍ leituðu aðfaranótt miðvikudags og fleiri hundateymi tóku við á miðvikudagsmorgni, bæði frá Leitarhundum og BHSÍ. Maðurinn fannst látinn. Teymi frá Leitarhundum voru Ásbjörn & Mýra og Friðrik & Hneta. Continue reading

Útkall 26. jan. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorninu voru kallaðir út miðvikudaginn 26. jan. Tvö teymi mættu: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra. Enn var leitað að Matthíasi en hugsanlegar vísbendingar höfðu borist um veru hans á svæðinu. Aðeins voru kallaðir út hundar í þetta skiptið, ekki almennir leitarhópar. Einnig mættu nokkur teymi frá BHSÍ. Continue reading

Útköll helgina 22. – 23. jan. 2011

Tvö leitarútköll voru á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi. Á laugardeginum var leitað að fólki sem var villt í þoku við Kleifarvatn og á sunnudeginum var leitað að konu sem var villt á Helgafelli í Hafnarfirði. Fólkið fannst heilt á húfi. Eitt teymi frá Leitarhundum tók þátt í útkallinu við Kleifarvatn og voru það Ásbjörn og Mýra. Því miður komst ekkert teymi frá... Continue reading

Útkall 14. jan. 2011

Leitarhundar voru kallaðir út á föstudagskvöldið síðasta vegna leitar að Matthíasi Þórarinssyni en ekkert hefur spurst til hans í langan tíma. Ökutæki Matthíasar fannst brunnið í Kollafirðinum, á svæði skammt frá Esjuhlíðum. Tvö teymi fóru á vettvang: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra. Auk þeirra leituðu fjögur teymi frá BHSÍ. Á laugardeginum voru leitarhópar... Continue reading

1 2 3 4 5 6 7 -> 10
streamextreme.cc