Leitarhundar
Hafðu samband

Aðalfundarboð Leitarhunda 2016

Aðalfundur Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er 2016 er hér með boðaður laugardaginn 19. mars kl. 20:00 Fundurinn verður haldinn samhliða vetrarnámskeiði 2016 líkt og undanfarin ár. Fundurinn verður haldinn skv. 5. grein félagsins sem hljóðar svo : Aðalfundur fer með æðsta vald Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skal hann haldinn í marsmánuði ár hvert... Continue reading

Æfing

Æft verur á Neskaupsstað mánudag kl 20:00 Continue reading

Útkall 19.05.2014

Leitarhundar voru kallaðir út klukk­an þrjú í nótt til að leita af ferðalöngum. Bifreið hafði verið skilið eftir í Borgarfirði. Lögregla óskaði eftir hundum til leitar að þeim sem höfðu bílinn til umráða upp með Hvítá og á svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunar fundu ferðamennina heilu á húfi í tjaldi. Eitt teymi frá Hafnarfirði var lagt af stað, Ásbjörn og Mýra... Continue reading

Útkall 25.ágúst 2012

Leitarhundar fengu útkallað kvöldi 25.ágúst þar sem konu af asískum uppruna var saknað úr áætlunarferð um Eldgjá á svæði 16. Tveir hundar frá Leitarhundum mættu í Hólaskjól þá um nóttina, en hefja átti leit við sólarupprás. Betur fór en á horfðist þar sem leitin var afturkölluð kl.3 en þá kom í ljós að konan hafði farið til byggða með áætlunar-rútunni.... Continue reading

Útkall 17.júlí 2012

Þann 17. júlí var óskað eftir aðstoð vegna týndra ferðamanna uppvið Eyjabakkajökul. Eittteymi frá Leitarhundum SL tók þátt í leitinni. Björn og Joey úr Björgunarsveitinni Ársól fóru frá Reyðarfirði og leituðu frá klukkan 22 – 04 og voru svo rétt að hefja leit að nýju þegar fólkið fannst. Continue reading

Útkall 9. nóv. 2011

Björgunarsveitir víðsvegar um landið voru kallaðar út aðfaranótt fimmtudags 10. nóv. til leitar af sænskum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Leitin breyttist síðar þar sem bíll mannsins fannst við Sólheimajökul. Alls voru tólf teymi frá Leitarhundum sem tóku þátt í leitinni dag og nótt við mjög erfiðar aðstæður. Ferðamaðurinn sem leitað var að fannst látinn á Sólheimajökli... Continue reading

Útkall 17. júlí 2011

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að þremur mönnum sem voru á göngu við Klukkutinda norðan Laugavatns. Talið var að mennirnir hefðu lagt af stað deginum áður og ekki skilað sér heim um kvöldið. Mennirnir eru feðgar, faðirinn á áttræðisaldri en hinir um fimmtugt og sextugt. Mennirnir fundust heilir á húfi. Tvö teymi frá Leitarhundum voru á leið á vettvang:... Continue reading

Útkall 13. júlí 2011

Björgunarsveitir af suðurlandi og suðvesturlandi voru kallaðar út til leitar að erlendum göngumanni á Fimmvörðuhálsi. Hann hafði hringt eftir aðstoð um nóttina en undir morgun rofnaði sambandið við hann. Hann var slasaður og vissi ekki nákvæma staðsetningu sína. Leitarhundar fengu boð um kl 11. Eitt teymi hóf leit, Theodór & Hugi, og höfðu þeir leitað í nokkrar klukkustundir... Continue reading

Útkall 5. júlí 2011

Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út til leitar að manni sem fór frá sumarhúsi í Svínadal. Maðurinn fannst heill á húfi. Tvö teymi voru á leið á vettvang: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra. Continue reading

Útkall 26. júní 2011

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að ungum manni í Reykjavík. Maðurinn fannst heill á húfi. Þrjú teymi fóru frá Leitarhundum: Ásbjörn & Mýra, Berglind & Slaufa og Theodór & Hugi. Continue reading

1 2 3 4 5 6 -> 10
streamextreme.cc