Leitarhundar
Hafðu samband

Snjóflóðaæfingar hafnar

071

Norðurhópur hélt sína fyrstu æfingu á þessu ári s.l. sunnudag, eða 8.janúar. Æft var í Hlíðarfjalli við ágætisaðstæður en mikin kulda. 9 manns og jafn margir hundar mættu til leiks. Nýliðar í bland við gamla góða. Tekin voru tvö rennsli og sest var niður og farið yfir framhaldið. Eftir kaffipásu var svo farið með hundana í umhverfisþjálfun en Hlíðarfjall lagði... Continue reading

Gleðileg Jól

Christmas_dog[1]

Leitarhundar óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið á árinu fyrir hjálpina og vonumst til að sjá sem flesta aftur á því nýja:) Við viljum biðja alla um að huga vel að fjölskylum og vinum yfir hátíðarnar og muna eftir ferfætlingunum. Það má ekki gleyma þeim í jólaösinni og sérstaklega þegar nær... Continue reading

Björgunarsveitahundar heiðraðir

72042_470001404999_689384999_5895552_2832820_n

Schaferdeild HRFÍ hefur í ár sýnt starfi björgunarsveitanna mikinn áhuga. Deildin hefur tekið saman upplýsingar um starfandi Schaferteymi og tilkynnt á heimasíðu sinni þegar Schaferhundar hafa lokið vinnuprófum hjá hundasveitunum. Í dag heiðraði deildin í fyrsta skipti björgunarsveitahunda fyrir góðan árangur í vinnuprófum og voru það hundar sem luku A prófi á þessu ári.... Continue reading

Fyrsta vetraræfingin á Norðurlandi

Fyrsta vetraræfingin var haldin á Ólafsfirði 20.nóvember s.l.. 7 hundar mættu á svæðið og var heljarinnar stemmning. Æfingin var þó höfð stutt með þann eina tilgang að starta hundunum í snjónum. Fengin var snjótroðari til að ýta upp í hrauka sem mokað var svo inn í. Vonum við að þetta verði einungis fyrsta æfing af mörgum þennan veturinn. Eftir æfinguna var svo sest... Continue reading

Síðasta úttekt sumarsins

Síðasta úttekt sumarsins er nú lokið. Hún var haldin á Ólafsfirði, nánar tiltekið á Þverár. Aðstandendur og þátttakendur stóðu sig með stakri príði og náðu allir sínum markmiðum. Við viljum koma þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg. Krakkarnir sem komu frá unglingadeildinni Gerpi fá stórt knús, S.S. byggir fá kærar þakkir fyrir lánið á húsunum... Continue reading

Æfing helgarinnar

Æfing var í dag við Litlu Kaffistofuna við Hellisheiði. Margir voru í nýliðaferðum eða á öðrum æfingum með sinni björgunarsveit og töluvert margir voru með haustflensuna vegna þessa voru eingöngu 5 manns á æfingunni : Reynhildur, Áslaug, Kiddi, Þórður og Kristín. 3 hundar æfðu spor og 3 hundar æfðu víðavang. Æfingar gengu vel þrátt fyrir blankalogn og að allir væru... Continue reading

Úttekarhelgi á Þverá, Ólafsfirði

Helgina 1. – 3. október næstkomandi fer fram síðasta úttektarhelgi sumarsins. Hafist verður handa kl. 8:00 föstudagsmorguninn og standa æfingar/próf fram til seinni parts sunnudags. Við höfum fengið hús á Þverá til afnota en þar er gistirými fyrir 15 manns og úrvalsaðstaða. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Þáttakendur þurfa að taka með sér rúmföt og sængur,... Continue reading

Sumarúttekt í Bláfjöllum

Jæja gott fólk, nú er komið að því! Sumarúttekt Leitarhunda verður haldin í Bláfjöllum í Reykjavík dagana 20, 21 og 22 ágúst 2010 SV-hópur sér um skipulagningu þetta árið og hafa staðið í ströngu við að útvega kost og fígúranta. Gist verður í Lækjarbotnum sem er fallegur skátaskáli í fallegri laut við Selfjall eilítið vestar en Sandskeið. 64°4,6740′N 21°39,4692′W.... Continue reading

Úttektar- og æfingarhelgi á Vestmannsvatni

Núna um helgina stóðu Leitarhundar fyrir úttektar- og æfingarhelgi á Vestmannsvatni fyrir norðan. Um 12 teymi mættu á svæðið og tóku þátt ásamt fjölskyldum. Veðrið lék við hópinn allan tímann og höfðu menn ekki undan við að bera á sig sólarvörnina með misjöfnum árangri. Eitt teymi var skráð í próf og stóðst úttekt, þeir Theodór og Hugi frá bjsv. Ársæl. Þeir... Continue reading

Fráfall leitarhunds

image_27603

Þær leiðinlegu fréttir bárust okkur fyrir helgi að einn af okkar leitarhundum til fjölda ára hafði kvatt þennan heim í vikunni sem leið, Kolur hans Jóhanns á Ísafirði. Kolur var 11 ára og var búin að skipa sér í sess með þeim elstu á útkallskrá og má með sanni segja að hann hafi verið einn af okkar heiðursfélögum. Við sendum Jóhanni og fjölskyldu okkar innilegustu... Continue reading

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 -> 32
streamextreme.cc