Leitarhundar
Hafðu samband

Sumarúttek á Norðfirði

_MG_2282b

Ákveðið hefur verið að færa sumarúttekina aftur um tvær helgar. Úttektin verður haldin á Norðfirði helgina 30. sept – 2. okt. Ástæðan er sú að misskilningur var í gangi með hvaða helgi úttektin átti að vera og varð sá misskilningur til þess að sumir leiðbeinendur voru búnir að bóka sig í önnur verkefni. Nú er bara að æfa stíft fyrir þessa helgi og mæta... Continue reading

Æfingarhelgi á Vestmannsvatni

Vestmannsvatn

Helgina 27-28 ágúst standa Norður og Austurhópur fyrir sameiginlegri æfingu á Vestmannsvatni. Æft verður á laugardag og sunnudag. Hver og einn sér um sig sjálfur með mat og drykk. Boðið er upp á svefnpokapláss og 1.flokks eldunaraðstöðu ásamt sturtum. Nú mætum við öll og eigum kósý stund saman   Continue reading

Æfingar- og úttektarhelgi á Grundarfirði lokið

Þá er fyrstu æfingar- og úttektarhelginni lokið þetta sumarið. Hún fór fram á Grundarfirði s.l. helgi þar sem glimrandi veður og góður andi réði ríkjum. 10 teymi æfðu grimmt alla helgina og þrjú teymi luku prófi með C-gráðu: Arnar Logi og Skotta – N-hópur Alli og Ellý N-hópur Stefan og Hneta SV-hópur Æft var við kjöraðstæður alla helgina og ekki voru móttökurnar... Continue reading

Sumarnámskeið 24.-26. júní 2011

natural-grundarfjordur_jpg_2092326501

Verður haldið á Grundarfirði. Það er mæting á fimmtudagskvöld en æft er frá föstudagsmorgni fram á sunnudag. Innifalið í námskeiðisgjaldi er gisting og fullt fæði. Hún Fríða er aðalskipuleggjandi en Teddi er henni til aðstoðar. Skráning er á leitarhundarl@leitarhundar.is. Allar nánari upplýsingar veitir hann Teddi í síma 898-3998 Continue reading

Sumaræfingar og námskeið

Gleðilegt sumar kæru félagar. Við vildum hamra á dagsetningunum fyrir sumarið. Fyrsta æfingar- og úttektarhelgin verður helgina 24-26.júní. Æft frá föstudagsmorgni. Svo er það 16.-18. september. Æft frá föstudagsmorgni. Við vitum að SV-hornið er búið að dusta rykið af gönguskónum og áttavitanum (fór eflaust aldrei ofan í skúffu) og aðrir hópar eru að stíga upp... Continue reading

Tilkynning vegna aðalfundar

Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi Leitarhundar S.L. frestað um sólarhring. Hann verður því haldin sunnudaginn 13. mars kl. 20:00 í stað laugardagsins 12. mars. Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að þetta komi ekki að sök. f.h. stjórnar Sara Ómarsdóttir, formaður Continue reading

Snjóflóðaæfing í Oddsskarði um komandi helgi

51882349c286c0ef

Björgunarsveitin Gerpir býður til æfingar helgina 26. – 27. febrúar n.k. Sett verður upp “snjóflóð” að hætti austfirðinga og æft verður bæði laugardag og sunnudag undir tryggri leiðsögn Stefáns K. Guðjónssonar, leiðbeinanda á staðnum. Eins og á öðrum æfingarhelgum þurfa þáttakendur að koma með allan sinn búnað sjálfir ásamt mat. Öllum félögum... Continue reading

Aðalfundur Leitarhunda 2011

Aðalfundur Leitarhunda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar verður haldin laugardaginn 12. mars n.k.. Fundurinn hefst kl. 20:00 Efni fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 5.grein laga Leitarhunda. (sjá hér neðar) Fundurinn er haldin meðfram vetrarútekt Leitarhunda og verður því haldin á þeim stað þar sem úttektin fer fram eða á Norðurlandi. f.h. stjórnar Sara Ómarsdóttir,... Continue reading

Ný afstaðin æfingarhelgi á Ólafsfirði

Um helgina var haldin æfingarhelgi á Ólafsfirði. Teymi að sunnan komu í heimsókn og æfðu með heimamönnum. Boðið var upp á sunnlenskt veður allan tímann ásamt lambalæri og bökuðum kartöflum á laugardagskvöldið. Menn létu þó veðrið ekki á sig fá og þrátt fyrir að hraukar sem sem hefðu verið margar mannshæðir á föstudag voru aðeins á hæð við meðalmann á sunnudeginum,... Continue reading

Vetrarnámskeiðið 2011 verður á Norðurlandi að þessu sinni.

Það er mæting föstudagskvöld, þann 12. mars og lýkur því seinni part þriðjudags þann 16.. Norðurlandshópur verður með yfirumsjón á skipulagningu. Við viljum minna ykkur á skráningu á námskeiðið sem er til og með 17. febrúar. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni okkar og skulu send á leitarhundar@leitarhundar.is . Námskeiðiðsgjald er 28.000 kr. og innifalið... Continue reading

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 -> 32
streamextreme.cc