Leitarhundar
Hafðu samband

Æfingar- og úttektarhelgi á Grundarfirði lokið

Þá er fyrstu æfingar- og úttektarhelginni lokið þetta sumarið. Hún fór fram á Grundarfirði s.l. helgi þar sem glimrandi veður og góður andi réði ríkjum. 10 teymi æfðu grimmt alla helgina og þrjú teymi luku prófi með C-gráðu: Arnar Logi og Skotta – N-hópur Alli og Ellý N-hópur Stefan og Hneta SV-hópur Æft var við kjöraðstæður alla helgina og ekki voru móttökurnar... Continue reading

Útkall 26. júní 2011

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að ungum manni í Reykjavík. Maðurinn fannst heill á húfi. Þrjú teymi fóru frá Leitarhundum: Ásbjörn & Mýra, Berglind & Slaufa og Theodór & Hugi. Continue reading

Útkall 18. júní 2011

Björgunarasveitir voru kallaðar út seinnipartinn til leitar að manni sem fór frá sumarhúsi sínu við Hekluhraun. Maðurinn fannst látinn á tíunda tímanum. Tvö teymi fóru frá Leitarhundum: Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi. Continue reading

Sumarnámskeið 24.-26. júní 2011

natural-grundarfjordur_jpg_2092326501

Verður haldið á Grundarfirði. Það er mæting á fimmtudagskvöld en æft er frá föstudagsmorgni fram á sunnudag. Innifalið í námskeiðisgjaldi er gisting og fullt fæði. Hún Fríða er aðalskipuleggjandi en Teddi er henni til aðstoðar. Skráning er á leitarhundarl@leitarhundar.is. Allar nánari upplýsingar veitir hann Teddi í síma 898-3998 Continue reading

Sumaræfingar og námskeið

Gleðilegt sumar kæru félagar. Við vildum hamra á dagsetningunum fyrir sumarið. Fyrsta æfingar- og úttektarhelgin verður helgina 24-26.júní. Æft frá föstudagsmorgni. Svo er það 16.-18. september. Æft frá föstudagsmorgni. Við vitum að SV-hornið er búið að dusta rykið af gönguskónum og áttavitanum (fór eflaust aldrei ofan í skúffu) og aðrir hópar eru að stíga upp... Continue reading

Útkall 8. apríl 2011

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út föstudagskvöldið 8. apríl til leitar að eldri manni með heilabilun. Tvö teymi mættu frá Leitarhundum, Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi. Teymin voru á leið úr húsi þegar að leitin var afturkölluð. Maðurinn fannst heill á húfi. Continue reading

Tilkynning vegna aðalfundar

Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi Leitarhundar S.L. frestað um sólarhring. Hann verður því haldin sunnudaginn 13. mars kl. 20:00 í stað laugardagsins 12. mars. Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að þetta komi ekki að sök. f.h. stjórnar Sara Ómarsdóttir, formaður Continue reading

Útkall 5. mars 2011

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi voru kallaðar út laugardaginn 5. mars vegna tveggja vélsleðamanna við Hrafntinnusker sem höfðu orðið viðskila við félaga sína um hádegið. Mjög slæmt veður var á staðnum og lítið skyggni. Annar komst sjálfur í skálann nokkrum klukkustundum síðar en hinn gróf sig í fönn við snjósleðann sinn. Eitt teymi fór frá... Continue reading

Snjóflóðaæfing í Oddsskarði um komandi helgi

51882349c286c0ef

Björgunarsveitin Gerpir býður til æfingar helgina 26. – 27. febrúar n.k. Sett verður upp “snjóflóð” að hætti austfirðinga og æft verður bæði laugardag og sunnudag undir tryggri leiðsögn Stefáns K. Guðjónssonar, leiðbeinanda á staðnum. Eins og á öðrum æfingarhelgum þurfa þáttakendur að koma með allan sinn búnað sjálfir ásamt mat. Öllum félögum... Continue reading

Útkall 7. feb. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorni voru kallaðir út þriðjudagskvöldið 7. febrúar til leitar að ungum dreng við Hellu. Tvö teymi gerðu sig klár, Ásbjörn & Mýra og Theodór & Hugi, en útkallið var fljótt afturkallað. Drengurinn fannst heill á húfi. Continue reading

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 -> 38
streamextreme.cc