Leitarhundar
Hafðu samband

Sameiginleg úttekt Leitarhunda SL og BHSÍ

Síðastliðna helgi 17-19 sept. var haldin sameiginleg úttekt hundasveitanna í landinu, þ.e.a.s. Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarhundasveitar Íslands. Þessi úttekt var haldin af björgunarskóla SL. Myndir frá úttektinni eru á myndasíðunni. HBE Continue reading

Minning um Elvis:

 Það hefur aldrei hvarflað að mér að skrifa minningargreinar um þau dýr sem ég hef misst um dagana en þau eru orðin ansi mörg, enda hef ég átt skepnur frá því að ég man eftir mér. Þó get ekki ekki hjá því komist að skrifa nokkrar línur um hann Elvis minn, sem mér finnst einn merkilegasti og besti vinnuhundur sem ég hef kynnst um dagana að öllum öðrum ólöstuðum.... Continue reading

Fyrstu þriggja daga úttekt Leitarhunda lokið

Um helgina, 17.-19. október 2003, var haldin 3 daga sumarúttekt og námskeið í Hveragerði . Þáttakendur voru 17 manns; 12 fóru í úttekt og 3 hundateymi voru á byrjendanámskeiði. Leiðbeinendur voru þrír, dómarar fjórir og aðstoðarmenn úr nágrenninu voru allt að 15 þegar flestir voru. Samtals 36 manns. Þetta er í fyrsta sinn sem Leitarhundar halda 3 daga úttekt. Venjulega... Continue reading

Úttekt á Austfjörðum

21.- 23. ágúst n.k. verður haldin önnur úttekt sumarsins hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins. Mæting á fimmtudagskvöldi og prófað verður alla þrjá dagana, föstudag, til og með sunnudag. Staður: Neskaupsstaður Hverjir: Allir sem eru með hund og ætla að taka próf, C-, B- og A- próf. Skráning stendur yfir og er til og með mánudagsins 17. ágúst Umsóknareyðublöð er að... Continue reading

USA ferð-Úttekt á rústaleitarhundum hjá FEMA

Úttekt á rústaleitarhundum hjá FEMA  Ástæða ferðarinnar  Í nóvember síðastliðnum fór ég ásamt vini mínum, Haraldi Ingólfssyni frá Sauðárkróki, til Bandaríkjanna. Tilefni fararinnar var að fylgjast með úttekt á rústaleitarhundum hjá FEMA sem er alþjóðasveit Bandaríkjamanna. Við Haraldur erum báðir leiðbeinendur hjá Leitarhundum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.... Continue reading

Hvernig kemur atferlisfræðin hundaþjálfun að gagni?

Við upphaf tamningar er nauðsynlegt að tamningarmaðurinn (þjálfarinn) hafi skilning á eðli og atferli skepnunnar sem verið er að fást við. Atferli: Atferlisstefnan er einn angi af sálfræðinni og þeim stefnum sem tíðkast innan hennar. Atferlisstefnan er sú stefna sem við hundaþjálfarar vinnum mest með í okkar þjálfun. Í flestum tilfellum má rekja allt nám hunda til breytingar... Continue reading

Leit með hundum

Allir hundar geta leitað með nefinu, en þeir eru þó mis hæfir til þess. Þættir eins og til að mynda skapgerðareiginleikar hundsins, skipta miklu máli um það hversu hæfur leitarhundur hann getur orðið. Góður árangur byggist þó fyrst og fremst á góðri og skynsamlegri þjálfun. Leitarhundum má skipta í tvo hópa, annars vegar þá sem leita með nefinu niður við jörðina,... Continue reading

Enginn ræður sínum næturstað !

Stundum getur “stutt ferðalag” orðið alllangt hér á landi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Ófærð og illviðri tefja og gera mönnum oft lífið leitt. Þannig var það allavega hjá mér eftir annars mjög ánægjulega viðveru um borð í varðskipinu TÝ. Þar hafði ég verið um borð í átta daga, vegna sjómælingaverkefnis. Þriðjudagsmorguninn 26. október síðastliðinn,... Continue reading

Slöngubátaæfing á Akureyri

Þriðjudaginn 23.júní var haldin slöngubátaæfing í smábatahöfninni á Akureyri. Bátaflokkur hjá bj.sv. Súlum komu okkur til aðstoðar og sigldu með menn og hunda um höfnina. Þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. 5 teymi mættu galvösk, Tommi og Krummi (Tindur), Pétur og Greifi (Tindur), Pétur og Simbi (Súlum), Sara og Zero (Súlum) og svo Halli með sína tvo, Baltó og... Continue reading

1 <- 33 34 35 36 37 38
streamextreme.cc