Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 25.ágúst 2012

Leitarhundar fengu útkallað kvöldi 25.ágúst þar sem konu af asískum uppruna var saknað úr áætlunarferð um Eldgjá á svæði 16. Tveir hundar frá Leitarhundum mættu í Hólaskjól þá um nóttina, en hefja átti leit við sólarupprás. Betur fór en á horfðist þar sem leitin var afturkölluð kl.3 en þá kom í ljós að konan hafði farið til byggða með áætlunar-rútunni.... Continue reading

Útkall 17.júlí 2012

Þann 17. júlí var óskað eftir aðstoð vegna týndra ferðamanna uppvið Eyjabakkajökul. Eittteymi frá Leitarhundum SL tók þátt í leitinni. Björn og Joey úr Björgunarsveitinni Ársól fóru frá Reyðarfirði og leituðu frá klukkan 22 – 04 og voru svo rétt að hefja leit að nýju þegar fólkið fannst. Continue reading

Útkall 9. nóv. 2011

Björgunarsveitir víðsvegar um landið voru kallaðar út aðfaranótt fimmtudags 10. nóv. til leitar af sænskum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Leitin breyttist síðar þar sem bíll mannsins fannst við Sólheimajökul. Alls voru tólf teymi frá Leitarhundum sem tóku þátt í leitinni dag og nótt við mjög erfiðar aðstæður. Ferðamaðurinn sem leitað var að fannst látinn á Sólheimajökli... Continue reading

Útkall 17. júlí 2011

Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að þremur mönnum sem voru á göngu við Klukkutinda norðan Laugavatns. Talið var að mennirnir hefðu lagt af stað deginum áður og ekki skilað sér heim um kvöldið. Mennirnir eru feðgar, faðirinn á áttræðisaldri en hinir um fimmtugt og sextugt. Mennirnir fundust heilir á húfi. Tvö teymi frá Leitarhundum voru á leið á vettvang:... Continue reading

Úttekt 14. – 16. Júní

824_10151634886680859_1486745564_n

Fyrsta úttekt sumarsins er haldið á Stór-Reykjavíkur svæðinu helgina 14.06.2013 – 16.06.2013. Byrjað verður kl. 8:30 á föstudegi og áætluð námskeiðsslit eru kl 17:00 á sunnudegi. Áætlað er að vera í Bláfjöllum eða í nágrenni Krísuvíkur. Staðsetning fer nokkuð eftir gistingu. Verið er að vinna í gistingu og því þarf að skrá sig á Facebook. Ætlast er til... Continue reading

Snjóflóðaúttekt – Ólafsfjörður

Leitarhundar Óló 113

Þá er úttektinni okkar á Ólafsfirði lokið og náðu flestir þeim markmiðum sem þeir stefndu að. Teymin okkar náðu eftirfarandi gráðum: Lovísa og Snerpa – C Björg og Sóla – C Elísabet Ýrr Steinarsdóttir – C Jakob og Dexter – C Benidikt og Funi – C Annica Noack – C Gestur og Yrja – B Arnar og Skotta – B Jóhann og Moli – B Aðalsteinn... Continue reading

Nýliðakynning – Reykjavík

395659_10200634733777290_1233548645_n

Á fimmtudaginn, 14.02.2013 verður haldin kynning á vetrarstarfi Leitarhunda SL fyrir þá sem hafa áhuga á starfinu og þá sem eru að koma nýjir inn. Í framhaldi af því verður svo haldin hópfundur suðvestur hóps. Hvernig virka Leitarhundar í snjó? Hvernig umgöngumst við snjóflóð? Hvernig búum við til snjóholur? Hvað þurfum við að hafa meðferðis á æfingar? Þessum spurningum... Continue reading

Æfingafréttir

Leitarhundar 2013.02.03 012

Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór! Æfingar fóru fram víða um land í dag og er almennt kominn þónokkur hugur í menn og hunda! Misjafnlega viðraði þó á félaga okkar. Blíða var í Oddskarði á meðan veðrið tók hröðum breytingum í Bláfjöllum og fór frá því að vera fínt skyggni í ágætis veðri, yfir í skafrenning og blindbyl á köflum. En þar sem við erum naglar... Continue reading

Nóg að gerast í snjónum

s1.jpg

Þá er vetrarstarfið að komast af stað á suðvesturhorninu og nóg að gera allsstaðar! Um helgina fer fram æfingahelgi í Oddskarði þar sem verður mikið af góðu fólki og hundum að æfa saman. Ekki eru þó allir sem komast austur í þetta sinn og verða því haldnar æfingar bæði í Bláfjöllum og á Vestfjörðum. Þeir sem vilja kíkja á æfingu hjá okkur geta haft samband... Continue reading

Vetrarúttekt – Snjóflóðaleit 2013

leitarhundar_uti_10.1

Komin er dagsetning á úttekt Leitarhunda í snjóflóðaleit 2013. 7.-10.mars 2013 – norðurland. Takið þessa daga frá! Eins og vanalega byrja próf að morgni fyrsta dags, fimmtudaginn 7.mars og verður prófað frameftir degi alla dagana. Svo þeir sem koma af öðrum landshlutum þurfa að gera ráð fyrir að ferðast á staðinn miðvikudaginn 6.mars. Við búumst við svakalega góðri... Continue reading

1 2 3 4 5 6 -> 38
streamextreme.cc