Leitarhundar
Hafðu samband

Annasamur dagur – útköll

Í dag, 9. júní, bárust tvö útköll en bæði voru þau afturkölluð innan hálftíma frá boðun.

Klukkan 16:54 barst beiðni um hund til leitar að konu á austurlandi. Stefán Karl fór af stað, hundarnir á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu voru settir í viðbragð. 20 mínútum síðar fannst konan.

Klukkan 23:24 barst beiðni um hunda til leitar á erfiðu svæði á suðausturlandi, nánar tiltekið í Kálfafellsdal. Hópur erlendra göngumanna var saknað. Til stóð að senda hund úr Reykjavík með þyrlunni, jafnframt voru boð send á Stefán Karl á austurlandi og hundarnir á norðurlandi settir í viðbragð. 25 mínútum síðar voru mennirnir komnir í leitirnar, heilir á húfi.

streamextreme.cc