Leitarhundar
Hafðu samband

Æfingafréttir

Leitarhundar 2013.02.03 012

Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór!

Æfingar fóru fram víða um land í dag og er almennt kominn þónokkur hugur í menn og hunda! Misjafnlega viðraði þó á félaga okkar. Blíða var í Oddskarði á meðan veðrið tók hröðum breytingum í Bláfjöllum og fór frá því að vera fínt skyggni í ágætis veðri, yfir í skafrenning og blindbyl á köflum.
En þar sem við erum naglar að eðlisfari látum við slíkt ekki á okkur fá og kláruðum að sjálfsögðu æfingu dagsins. Varla sást á milli stika á leiðinni heim, en allir komust þó slysalaust í bæinn.

Takk kærlega fyrir daginn og sjáumst hress næstu helgi.

streamextreme.cc