Leitarhundar
Hafðu samband

Æfingadagbók

Æfingadagókin er ætluð til skráningar á leitaræfingum og hlýðniæfingum.

Hugmyndin er fengin frá svokölluðum log-bókum / verkskráningarbókum sem tíðkast víða að nota þegar skráning á að vera ítarleg eða fleiri en einn maður koma að verkefni.

Í æfingadagbókina er ætlast til að hver og einn skrái niður upplýsingar um æfingar sem teknar eru með hundinn á æfingum hjá Leitarhundum. Jafnframt hvaða heimaverkefni er sett fyrir næstu æfingu. Skráning heimaverkefna (lýsing). Einnig er gott að nota dagbókina í að skrifa niður spurningar sem vakna við þjálfun hundsins heima fyrir en gleymast svo þegar komið er á næstu æfingu. Þannig verður dagbókin að uppflettiriti fyrir hundamanninn. Auk þess að nýtast beint við þjálfun hundsins getur hún komið að gagni við þjálfun næsta leitarhunds.

Skráning 
Gott er að byrja á að skrá nafn og síma eigandans, nafn hunds og dagsetningu hvenær bókin var tekin í notkun og hversu langt hundurinn er kominn í þjálfun.

Byrja ætti allar dagbókarfærslur á nýrri blaðsíðu. Temjið ykkur að skrifa hægra megin í bókina og mögulega teikna vinstra megin ef þið viljið teikna upp uppsetningu æfingarinnar. Munið eftir að merkja inn á hvaðan vindurinn blés.

Athugið að góður hundamaður sem fer í B eða A próf eða útkall temur sér að teikna upp leitarsvæðið út frá helstu kennileitum og styðst við eigið kort/teikningu í leit ef annað er ekki til staðar. Notið bókina því til að æfa ykkur fyrir komandi próf.

Koma ætti fram allar þær upplýsingar sem skipt geta máli við þjálfun hundsins:
• dagsetning (tími),
• staðsetning (Heiðmörk, Úlfarsfell…)
• Lýsing á aðstæðum ( mói, kjarr, skógur, hólar, klettar)
• veðurlýsing,
• hver var fígúrant,
• ca. fjarlægð sem fígúrantinn fór frá hundinum
• hvernig æfing var uppsett (úthlaup, hlýðni, blindur/séður/hálfséður, mótvindur, hliðarvindur, enginn vindur),
• af hverju var æfingin sett þannig upp (hvað var verið að æfa),
• hver var leiðbeinandi,
• hvað var talað um að gera næst,
• voru sett fyrir heimaverkefni
• fjöldi úthlaupa

Skráið allt sem ykkur dettur í hug í bókina, því smáatriðin skipta máli.

Sýnishorn

Sýnishorn

Leitarhundar SL 2009
Æfingadagbók
Kristín sigmarsdóttir

streamextreme.cc