Leitarhundar
Hafðu samband

Æfing Sumardaginn fyrsta

Æfing hafði verið boðuð á Sumardaginn fyrsta í Mosfellsbæ.
Áslaug mætti ein ásamt Gústa þar sem aðrir voru í leit. Þau létu það ekki aftra sér og fékk Áslaug prýðis-einkaæfingu  í innanbæjarleit og færðu þau sig síðan í Úlfarsfellið þar sem þau tóku létta leit. Æfingarnar gengu allar upp.
Að útkalli loknu mættu Kristín og Tommi og fengu stutta leit og góðan árangur fyrir hundana. Gott er að leyfa hundunum að fá jákvæða leit og árangur sem fyrst eftir árangurs litla leit.
Að því loknu kom Neró lögregluhundur og voru lögð fyrir hann tvö spor, mislöng, sem hann leysti með glæsibrag.
Veður var mjög gott, sól og blíða, og má því segja að dagurinn hafi verið mjög góður.
streamextreme.cc