Leitarhundar
Hafðu samband

Æfing í Skagafirði fór vel fram

Æfingin sem haldin var í Skagafirðinum þriðjudaginn síðast liðinn fór vel fram. Mæting var nokkuð góð, þó við sem stóðum fyrir henni værum sammála um að bæti mætti úr því hversu illa gengur að fá fólk til að tilkynna þáttöku sína alla jafna.
Mættir voru leiðbeinendurnir Halli Heimamaður og gestirnir Valli og Steinar. Þátt tóku Úlfar Hólmavík, Fríða Grundarfirði, Kristín Kópavogi, Valli Kópavogi, Halli Skagfirðingur, Hákon Akureyringur, Sigurður Helgi fígúrant og Blönduósingur og Emil fígúrant Skagfirðingur.
Einnig komu Höskuldur og frú frá Blönduósi, Dísa, Jóhann og Halldór frá Akureyri en þau voru flest bara á staðnum til að monta sig af nýju hvolpunum sínum :-) (hahahaha)
Æfingin gekk vel en snemma lagði þó þoku yfir svæðið sem skemmdi fyrir æfingunni. Voru hvolparnir þá æfðir í að umgangast ókunnuga hunda og menn. Síðan voru hundamálin rædd að hundamannasið. Sérstaklega þótti merkilegt að kominn var nýr maður í myndarlegan nýliðahóp Akureyringa að nafni Hákon með hundinn Djákna !!! Líkt og Hákon og Djákni okkar stjórnarteymi Austfirðinga.
Takk fyrir góðar móttökur Halli !!
Vona að allir hafi haft gaman að – líkt og ég hafði. Myndir væntanlegar allra næstu daga á myndasíðunni. Kveðja Kristín.
streamextreme.cc