Leitarhundar
Hafðu samband

Æfing í Fnjóskadal

Æfingin um helgina gekk bara nokkuð vel.  
 
Leiðbeinendurnir Halli og Steinar mættu á laugardeginum, einnig Hákon fyrsti/Djákni fyrsti að austan og Hákon annar með Djákna annann að norðan, Halldór hópstjóri kíkti við og kom með grillkjötið, Sara og Ciro, Heiða með tvo hunda báðar frá Akureyri, Tóti heimamaður með sína tvo Herkúles/Seifur,  Stebbi/Vaka að austan, úr höfuðborginni komu Ívar og Táta og Helgi og Stelpa - en þær eru víst hvorug tík einsömul (eða eitthvað).

Við fengum harðduglega aðstoðarmenn: krakkana hans Tóta og unnusta Söru. Viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir aðstoðina – einnig Ólöfu og Tóta sem elduðu ofan í okkur og veittu okkur húsaskjól.

 

Þá var reynt að þjálfa fleiri tegundir (vonandi koma þær myndir fljótlega inn á síðuna okkar ) en það voru þeir Stebbi og Tóti sem spreyttu sig á því.

 

Heimilisfólk á Hálsi Fnjóskadal hafið þökk fyrir aðstoðina.

 

 

Sett inn fyrir hönd Helga (vona að ég fari rétt með staðreyndirnar) Kristín.
streamextreme.cc