Leitarhundar
Hafðu samband

Æfing 1. maí í Borgarfirði

Æft var í Grafardal í Borgarfirði 1. maí, í grennd við Geldingadragann.
Mæting var ágæt miðað við hve æfingin var boðuð með stuttum fyrrrvara :-) Elías, Inga, Teddi, Fríða, Halli hennar Fríðu, Valli og Kristín mættu. Æfingin hófst undir kl. 12 og stóð til klukkan 16. Veður var nokkuð gott, hlýtt og gola.
Tekin voru fjölmörg rennsli á öll teymin og gekk öllum vel. Allir fengu þó heimaverkefni að styrkja markeringuna. Undir lok æfingar tókum við reyksprengju-test og fengu allir að sjá myndrænt hver hegðun lyktar er í umhverfinu. Stefnan er að gera miklu meira af svoleiðis testum á næstu æfingum.
Þá fóru allir í Skorradal og grilluðu pylsur og snæddu í góðu yfirlæti í bústað foreldra Valgeirs. Þetta var ekki í fyrsta og örugglega ekki síðasta skiptið sem við endum æfingu þar :-) Að loknu pylsu áti héldu allir sáttir heim.
Kristín
streamextreme.cc