Leitarhundar
Hafðu samband

Aðalfundarboð Leitarhunda 2016

Aðalfundur Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er 2016 er hér með boðaður laugardaginn 19. mars kl. 20:00
Fundurinn verður haldinn samhliða vetrarnámskeiði 2016 líkt og undanfarin ár.

Fundurinn verður haldinn skv. 5. grein félagsins sem hljóðar svo :

Aðalfundur fer með æðsta vald Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skal hann haldinn í marsmánuði ár hvert og boðaður með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Ársskýrsla skal liggja fyrir á aðalfundi til skoðunar. Atkvæðisrétt hafa aðeins fullgildir félagar. Fyrir fundinum skal liggja kosning landshlutana á hópstjórum og varahópstjórum. Formaður Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er kosinn á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skal skilað til stjórnar a.m.k. 15 dögum fyrir aðalfund. Á aðalfundi er kosið í fræðslunefnd sem starfar eitt ár í senn. Fræðslunefnd skal skipuð 3 mönnum, þar af 2 kosnir á aðalfundi og sá þriðji skipaður af stjórn, þar af skal minnst einn vera leiðbeinandi. Fræðslunefnd vinnur að tillögum varðandi úttektarreglur, námskeiðshald og fræðsuefni til félagsmanna. Fræðslunefnd skilar tillögum til stjórnar til frekari afgreiðslu. Aðalfundur samþykkir breytingar á reglum um úttektir. Aðalfundur lýtur almennum fundarsköpum. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir á aðalfundi. Breytingar á reglum þessum verða einungis gerðar á aðalfundi. Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til skoðunar.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning formanns.
5. Kosning endurskoðenda.
6. Kosning fræðslunefndar.
7. Önnur mál.

streamextreme.cc