Leitarhundar
Hafðu samband

Aukaæfing 1. maí í Borgarfirði

Aukaæfing verður haldin á fimmtudaginn, 1. maí í Borgarfirði. Við Geldingadragann milli Svínadals og Skorradals.
Strax eftir að komið er úr Hvalfirði yfir Ferstikluháls og yfir í Svínadal, liggur vegurinn upp að Geldingadraga sem liggur yfir í Skorradal. Áður en lagt er á dragann er á hægri hönd tún með mikilli skógrækt, þar verður æfingin.
Æft verður frá kl. 11 til ca. 16 (eða eins lengi og þörf krefur og fólk nennir.) :-)
Munið að vera klædd miðað við veður og að þurfa mögulega að liggja úti í einhvern tíma fyrir hundana. Gott að hafa kaffi og/eða kakó á brúsa.
Spáin er góð og væri gaman ef allir kæmu með pylsur eða borgara á grillið og við myndum borða saman í lok æfingar.
Allir velkomnir. Mikilvægt að tilkynna þátttöku með SMS.
KS s. 8684136
streamextreme.cc