Leitarhundar
Hafðu samband

Útkall 26. jan. 2011

Leitarhundar á suðvesturhorninu voru kallaðir út miðvikudaginn 26. jan. Tvö teymi mættu: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra. Enn var leitað að Matthíasi en hugsanlegar vísbendingar höfðu borist um veru hans á svæðinu. Aðeins voru kallaðir út hundar í þetta skiptið, ekki almennir leitarhópar. Einnig mættu nokkur teymi frá BHSÍ. Continue reading

Ný afstaðin æfingarhelgi á Ólafsfirði

Um helgina var haldin æfingarhelgi á Ólafsfirði. Teymi að sunnan komu í heimsókn og æfðu með heimamönnum. Boðið var upp á sunnlenskt veður allan tímann ásamt lambalæri og bökuðum kartöflum á laugardagskvöldið. Menn létu þó veðrið ekki á sig fá og þrátt fyrir að hraukar sem sem hefðu verið margar mannshæðir á föstudag voru aðeins á hæð við meðalmann á sunnudeginum,... Continue reading

Útköll helgina 22. – 23. jan. 2011

Tvö leitarútköll voru á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi. Á laugardeginum var leitað að fólki sem var villt í þoku við Kleifarvatn og á sunnudeginum var leitað að konu sem var villt á Helgafelli í Hafnarfirði. Fólkið fannst heilt á húfi. Eitt teymi frá Leitarhundum tók þátt í útkallinu við Kleifarvatn og voru það Ásbjörn og Mýra. Því miður komst ekkert teymi frá... Continue reading

Vetrarnámskeiðið 2011 verður á Norðurlandi að þessu sinni.

Það er mæting föstudagskvöld, þann 12. mars og lýkur því seinni part þriðjudags þann 16.. Norðurlandshópur verður með yfirumsjón á skipulagningu. Við viljum minna ykkur á skráningu á námskeiðið sem er til og með 17. febrúar. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni okkar og skulu send á leitarhundar@leitarhundar.is . Námskeiðiðsgjald er 28.000 kr. og innifalið... Continue reading

Útkall 14. jan. 2011

Leitarhundar voru kallaðir út á föstudagskvöldið síðasta vegna leitar að Matthíasi Þórarinssyni en ekkert hefur spurst til hans í langan tíma. Ökutæki Matthíasar fannst brunnið í Kollafirðinum, á svæði skammt frá Esjuhlíðum. Tvö teymi fóru á vettvang: Theodór & Hugi og Ásbjörn & Mýra. Auk þeirra leituðu fjögur teymi frá BHSÍ. Á laugardeginum voru leitarhópar... Continue reading

Snjóflóðaæfingar hafnar

071

Norðurhópur hélt sína fyrstu æfingu á þessu ári s.l. sunnudag, eða 8.janúar. Æft var í Hlíðarfjalli við ágætisaðstæður en mikin kulda. 9 manns og jafn margir hundar mættu til leiks. Nýliðar í bland við gamla góða. Tekin voru tvö rennsli og sest var niður og farið yfir framhaldið. Eftir kaffipásu var svo farið með hundana í umhverfisþjálfun en Hlíðarfjall lagði... Continue reading

streamextreme.cc