Leitarhundar
Hafðu samband

Úttekt í Eyjafirði

Fyrsta úttektar- og æfingarhelgi fyrir víðavang var haldin um helgina, 23.-26. júlí 2009, í Eyjafirði. Til þátttöku mættu 13 teymi og 4 aðstoðarmenn. Æft var í þrjá daga. Gist var í skátaskálanum við Vaðlaheiði í Eyjafirði, þökkum við kærlega fyrir afnot af húsinu. Leiðbeinendur og dómarar voru : Valli, Stefán, Halli og Kristín. Nokkur teymi voru tekin í próf og... Continue reading

Útkall 21.-22. júlí 2009

Leit á Nesjavallavegi. Leitað að ungum manni. 2 teymi fóru strax til leitar og leituðu undir morgun. 1 teymi leitaði daginn eftir. Maðurinn fannst heill á húfi um hádegisbil. Continue reading

Útkall 21. júlí 2009

Útkall barst um kl. 20:40 á sveitir á Austurlandi. Leitað var að 7 ára barni á Eskifirði. Hundateymi gerðu sig strax klár til leitar. Barnið fannst fljótt, eða um korteri eftir að útkallbarst. Continue reading

Útkallsæfing 19. júlí

stebbi19072009(2)

Haldin var æfing fyrir útkallshunda og verðandi útkallshunda í dag, sunnudaginn 19. júlí, í Bláfjöllum. Æfingin var skipulögð og boðuð með stuttum fyrirvara og var því fámennt en góðmennt á æfingunni. Veður var gott í Bláfjöllum skýjað, létt gola og mjög heitt. Fengnir voru tveir aðstoðarmenn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að fela sig þeir Biggi og Gummi,... Continue reading

Leitarhundur fellur frá

Leitarhundar hafa nýlega kvatt einn af gömlum félögum sínum. Pollý hans Óla Pálma kvaddi þennan heim 24. júní síðast liðinn. Pollý var falleg border collie tík ræktuð undan leitarhundunum Pöndu og Treason. Panda kom í heiminn þann 16.7.1997 og kvaddi því þennan heim rétt tæplega 12 ára gömul. Leitarhundar senda Óla Pálma og fjölskyldu samúðarkveðjur. Continue reading

Útkall 18. júlí 2009

Um klukkan eitt í nótt voru björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustir kallaðar út til að leita að sex manna gönguhóp sem hafði ekki skilað sér í næturstað. Einnig voru Leitarhundar kallaðir út.  Til leitar fóru frá Reykjavík 2 teymi. Hópurinn hafði ætlað sér að ganga kringum Kálfafellsheiði og koma í Fossabrekku í gærkveldi. Þegar... Continue reading

Æfingar og úttektarhelgi á Akureyri

24.-26. júlí n.k. verður haldin æfingar/úttektar “session” á Akureyri. Gert er ráð fyrir því að A- og B teymi taki próf en  C teymi verði í verklegum æfingum og verði settir í c-próf ef vel gengur.  Við gerum ráð fyrir að vera með aðstöðu í Vaðlaheiði, við skátaskála þar, Valhöll.  Stórt tjaldsvæði er við skálann svo öll fjölskyldan er velkomin…... Continue reading

streamextreme.cc